30.11.2009 | 12:21
SJÁLFBÆR KVIKMYNDAGERÐ.
Kvikmyndagerð á Íslandi stendur á krossgötum. Árfarvegur fjárstreymis er uppþornaður og fólk í bransanum þarf að huga að nýjum leiðum. Ekki sízt þar sem kvikmyndasjóður hefur í sinni stefnumörkun látið hærri fjárhæðir í færri verkefni. Hið vestfirzka kvikmyndafélag, Í einni sæng, reynir nú nýja fjámögnunarleið í kvikmyndabransanum, nefnilega þá að safna hluthöfum í tiltekið verkefni og treysta á að afraksturinn muni skila öllum sínu til baka og helzt rúmlega. Þessi leið krefst mjög svo hófstilltrar kostnaðaráætlunar og mikils aðhalds. En takist þetta gæti þetta verið ný leið fyrir sjálfstæða kvikmyndagerð, leið sem reiðir sig á almennan markað en síður opinber framlög. Verkefnið sem ríður á vaðið heitir Vaxandi tungl, bíómynd í fullri lengd, mannlífssaga að vestan, byggð á sönnum atburðum. Vonir standa til að geta hafið tökur á næsta ári og frumsyning áætluð 2011. Áhugasamir um sjálfbæra kvikmyndagerð geta kynnt sér málið á heimasíðu félagsins www.ontrack.is/index.htm
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.