RIBBALDAPÓLITÍK!

Mikið var deilt á ríkisstjórn framsóknarmanna og sjálfstæðismanna fyrir "keyrzlupólitík", þ.e. ráðherraræði á kostnað þingræðis.   Mikið var þrýst á þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlafrumvarpsins og endurbóta á stjórnarskrá með styrkingu auðlindaákvæðis í huga.  Þetta var gjörsamlega hundsað og í ofanálag var nafni landsins bendlað við Íraksstríðið til að styggja ekki kanann.   Þeir fóru nú samt.   Nú hefur dæmið snúist við.   Öflin sem hrópuðu lýðræðishalli og ráðherraræði neita nú þjóðinni um sjálfsagðan rétt til áhrifa.   Umsókn um aðild að evrópusambandinu segja valdhafar fara í þjóðaratkvæði hvort sem er.  Treður inn á þjóð sína eigin sýn þó hún kosti feykilegan tíma, orku og peninga og sé jafnvel í andstöðu við þjóðarvilja.   Valdhafar heykjast á þjóðaratkvæðagreiðslu, ekki vegna þess að hún er óþörf heldur hræðast þeir niðurstöðuna.  Nákvæmlega eins og forverarnir.  Sama gildir um  icesave, þessa flennistóru skuldbindingu sem orkar tvímælis hvort við berum ábyrgð á sem þjóð, ríkisstjórnarflokkarnir keyra í raun stefnu viðsemjendanna til að hafa þá góða en hirða ekki um að kanna aðra möguleika.  Hvað þá að spyrja þjóð sína álits.  Sömuleiðis vekur furðu að ekki sé búið að gefa þjóðinni kost á að lýsa skoðun sinni á hinni mjög svo umdeildu fiskveiðistjórn sem hefur afrekað það að auðlindin liggur nú unnvörpum undir hömrum lánadrottna úti í heimi.   Ríkisstjórnin sem mætlaði að hafa fólkið með sér uppsker nú æ meiri andstöðu og það verðskuldað.  Ríkisstjórnin er orðinn að holdgervingi þess klíku- og þrönghagsmunastjórnarfars sem hún sjálf sagði stríð á hendur, hún rekur sína stefnu gegndarlaust og kærir sig kollótta um umboð frá þjóð sinni.   Hún heldur í heiðri áhrifaleysi fólksins í landinu og fyrirgerir þannig smátt og smátt umboði sínu.  Kjósendur hljóta að fara að líta til annarra kosta en þessarar skrumskælingar á lýðræði sem alþingi íslendinga býður upp á. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég myndi ekki vilja hafa Steingrím sem heimilis- eða skurðlækni.

Hann væri vís með að  fjarlægja útlimi barna minna "af ástæðum sem honum þætti ekki væri hægt að tilgreina"  (sbr Icesave)

Sigurður Þórðarson, 1.12.2009 kl. 06:17

2 identicon

Satt segir þú.  Þetta hefur maður þurft að lifa við alla ævi.  Svo hvernig menn breytast í ofurmenni þegar þeir verða ráðherrar.  Formaður fjárveitinganefndar er gott dæmi um slíkt,  enda þótt hann sé ekki ráðherra.  Manni blöskrar bullið sem frá honum kemur.  Ráðherraliðið er allt vonlaust.  Ekki tæki betra við ef núverandi stjórnarandstæða fengi lausan tauminn. Það þarf virkilega að taka til við Austurvöll.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband