KERFIÐ VER SIG SJÁLFT.

Skýrzla bankahrunsins er væntanleg í febrúar.  Þjóðin hefur beðið með öndina í hálsinum að fá allt upp á borðið svo hægt sé að meta hvað fór úrskeiðis, hvernig það gat gerzt og ekki sízt hvaða öfl voru að verki.  Þetta mat hefur hingað til talist forsenda endurreisnar.  Nú er komið í ljós að skilyrði til fullrar vitnezkju UM ALLT er langlífi.  Núlifandi íslendingar þurfa flestir að ná lífaldri biblíupersóna gamla testamentisins til að bera herlegheitin augum.   Árið 2090 verður tjaldað frá.  Árið 2090 fá sagnfræðingar allt bullið til umfjöllunar.  Árið 2090 verður migið á grafir gerningsmanna.  Að bjóða upp á svona skramba hlýtur að reka almenning aftur út á Austurvöll.  Forseti alþingis segir aldrei hafa staðið til að birta allt sem verður að setja í ruslflokk eftiráskýringa.  Aukinheldur ætti háttvirt að segja af sér.  Við blasir kerfi sem er að verja sjálft sig, ráðherrar, þingmenn, forkólfar eftirlitsstofnanna, viðskiptajöfrarnir, allur þessi sambræðingur tryggir tilveru sína enn á ný með þögninni.  Myrkraöflin lifa enn góðu lífi í húsi löggjafarsamkundunnar á Austurvelli.  Ráðamenn á Íslandi opinbera með þessum skramba að þeir vilja ekki dagsljós.  Þrásetan er þeirra þráhyggja.  Verði þetta niðurstaðan, að þjóðin þurfi að drepast áðuren henni er sagður sannleikurinn, að ríkisstjórn jöfnuðar ætli að hlífa fyrrum ráðamönnum á kostnað fólksins sem kaus þá til valda, þá er jafnaðarmennskan dauð á Íslandi.  Lýðræðið líka.  Ekkert eftir nema Soprano.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það þarf að svæla út úr þinghúsinu

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2009 kl. 02:45

2 identicon

Held að ekkert annað sé í stöðunni...

lydur arnason (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 03:48

3 identicon

Skyldi þetta tíðkast einhversstaðar annar staðar í heiminum? Það held ég ekki.Ótrúlega gáfuleg regla sem samansafn hálfvita hefur samþykkt.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 07:37

4 identicon

Svarta hús, í þér slær þjóðarhjartaÞú ert púlsinn, okkar heilabúInnanmeinið fyrir mína parta eru spörðin 63

Full-alin(n) (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 08:41

5 identicon

Svarta hús, í þér slær þjóðarhjarta.
Þú ert púlsinn, okkar heilabú.
Innanmeinið fyrir mína parta
eru spörðin 63.

Full-alin(n) (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband