SÉREIGNARÉTTUR Á SAMEIGNUM.

Séreignaréttur á vatni var til umfjöllunar í sjónvarpinu í kvöld.  Var um að ræða heimildarmynd og þó afstaða þeirra sem hana gerðu sé ljós er váin sem af þessu hlýst borliggjandi fyrir venjulega borgara.   Í hnotskurn eigna fjármagnseigendur sér auðlindirnar, einatt með því að mingla við ráðamenn eða ríkisstjórnir, svo eru auðlindirnar markaðssettar og seldar þeim sem efni hafa á að borga.  Tillit og umgengni við menn og náttúru er oft mjög ábótavant og eymd hlýzt af.  Vandinn er þó hvernig hagsmunaaðilar ná að umbreyta eðlilegu tilkalli til lífs og nytja sjálfum sér til hagsbóta.  Þetta er ekki bara vandamál umheimsins, hið íslenzka kvótakerfi byggir á nákvæmlega þessum meiði, hagsmunaaðilar eigna sér óveiddan fisk í sjónum og gera hann að markaðsvöru.  Sömu aðilar borga málamyndarafnotagjöld til þjóðarinnar og ekki nóg með það heldur segja valdhöfum fyrir verkum í einu og öllu hvað varðar tilhögun auðlindarinnar, endurúthlutun hennar og hvernig breytingum skal háttað.   Allt þetta hefur viðgengist langa hríð án þess að þjóðin hafi verið spurð.  Útskýringin hlýtur að vera sú, að ráðandi hagsmunir í sjávarútvegi hafi sáð græðlingum sínum inn í stjórnmálalífið og gert hagsmuni þess að sínum.   Þessi sambræðingur er eins og kafbátur sem stöku sinnum kemur upp á yfirborðið eins og til dæmis núna með 90 ára þöggunarákvæði bankahrunsskýrzlunnar.  Afhverju ætli það sé sett?

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband