ÓNÝT VÖRUMERKI.

25 þúsund ísledingar skora nú á forsetann að hafna icesave.  En ekki er að sjá að hann fái málið í hendur því þingið ræður ekki við afgreiðsluna.   Á meðan metur alþjóðagjaldeyrissjóðurinn greiðslugetu þjóðarinnar eins og skopparkringlu og skeikar orðið 200% á kamri og höll.   Sömuleiðis neita enn margir augljósu samhengi AGS, ESB, breta og hollendinga í þvingunarátt og þingmenn þreytast nú unnvörpum eins og lúður á öngli.   Á endanum verður því spurt um úthald fremur en rétta ákvörðun.   Og á meðan dýrmætum tíma er varið í mál sem þola bið trosnar ríkisstjórnin og þjóðin hallar sér að öðru ónýtu vörumerki.   Svona er Ísland í dag og ljóst að betur má ef duga skal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér Lýður!!!

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband