STJÓRNARANDSTÖÐULÝÐRÆÐI.

Egill tefldi djarft í Silfri dagsins með blaðamanni Times sem skar Davíð og Geir í skífur og rakti hrunið mjög til þeirra.  Eflaust munu flokksgrúppíurnar deila um þetta útspil rauðhaussins en fyrir okkur hin eru þetta gamlar fréttir.  Annað sjónarmið sem kom fram  að icesave væri á engan hátt fjárhagsleg skuldbinding fyrir íslendinga finnst mér fráleitt.  Upphæð icesave er enn þoku hulin og því ber að hafna þessum drögum enda ekkert vit í að skrifa upp á óútfylltan víxil.   Hinsvegar eigum við að lýsa yfir áframhaldandi samningsvilja.  Annars skil ég ekki í ríkisstjórninni að keyra ekki bara málið í gegnum þingið og nýta sinn rétt til þess.  Miðað við yfirlýsingar um mikilvægi þess að ganga frá og semja um icesave væri það rökrétt.  Væntanlega ríkir óvissa um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og því leggur ríkisstjórnin ekki í þá vegferð.  Svo aftur sé vísað til yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar ætti þjóðaratkvæðagreiðsla að vera kostur í stöðunni en Steingrími finnst málið ekki þess eðlis.  Sem þýðir í raun að þjóðin gæti slysast á ranga ákvörðun að hans mati og fetar Steingrímur þar með í fótspor Davíðs Oddssonar þegar fjölmiðlalögin voru annars vegar.  Þetta mætti kalla stjórnarandstöðulýðræði.   En samkvæmt völvunni fellur icesavesamningurinn og í þeim efnum á Steingrímur við ramman reip að draga.

LÁ        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband