8.12.2009 | 03:35
GÓÐUR DÍLL, TVÖ ÁR FYRIR MILLJARÐ.
Vitað var að mismunur á gengi krónunnar hér heima og í útlöndum yrði freisting fyrir þá sem hafa til þess aðstöðu. Nú er ljóst að menn hafa misnotað sér þessa glufu ótæpilega og hagnast um milljarða. Bankamenn sem vel til þekkja ná fjórðungi meiru með því að skipta gjaldeyri áður en hann kemur inn í íslenzka lögsögu. Og hvað sem segja má um gjaldeyrishöftin voru þau einmitt sett til að fyrirbyggja svona kaupsýslur. Seljendum fiskafurða sem skylt að gefa upp kaupverð í útlöndum og leggja þann gjaldeyri inn í þurfandi þjóðarbú eru líka undir smásjánni. Skyldi vera að þeir stofni nýjar kennitölur í útlandinu sem kaupir fiskinn á miklu lægra verði? M.ö.o að menn kaupi af sjálfum sér á gjafverði og gefa það upp til íslenzkra eftirlitsaðila en kaupandi númer tvö, þ.e.a.s. raunkaupandinn, kaupir fiskinn á raunvirði sem haldið er frá hagskýrzlum? Mismuninum haldið til haga og skipt í fleiri krónur en ella hefði orðið? Alltént er það nú staðreynd að þjóðarfjandsamleg viðskipti sem byggja á þessum grunni hlaupa á milljörðum og hámarksrefsing íslenzka dómkerfisins tvö ár. Ó, þú Íslands bláa bára, hvar lemurðu mig næst?
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.