9.12.2009 | 10:24
DÝRKEYPT FÆÐINGARORLOF OG BÓKHALD.
Fréttamolar morgunsins eru margslungnir, loftslagsráðstefnan sem marka á tímamót mun hugsanlega gera það með öfugum formerkjum og niðurstaðan sú allir fari til síns heima og spúi sem mest. Mikil mistök Skaparans að leggja mannskepnuna á jörðina. Önnur ótíðindi eru að samþykkt Icesave gæti hangið á Þráni Bertelssyni. Dæmalaus hryllingur og hvet ég liðhlaupa vinstri grænna að henda frá sér bleyjum og bókhaldi og standa sína pligt. Segja má að útganga þeirra af þingi í slíku lykilmáli sé enn sorglegri en spillingarkviksyndi sjálfstæðismanna. Þráseta forystumanna flokksins er að ganga af vörumerkinu dauðu. Útspil dagsins á sveitastjóri Dalabyggðar en yfirlýsing um tekjuafgang þar á bæ sýnir að enn er einhver ráðdeild til í landinu.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.