STJÓRNMÁLAMENN Í FJAÐURVIGT.

Hvað ætli ráðamenn evrópulanda hugsi þegar erindrekar okkar koma á vettvang og vilja ganga inn í ESB, semja um icesave, þenja sig á norðurlandaráðsþingum og spóka sig á loftlagsráðstefnum?   Hvaða vigt ætli utanríkisráðherra hafi í augum viðsemjenda okkar í icesave, breta og hollendinga?  Gaurinn var ráðherra í hrunstjórninni sem skilaði öllum vandræðunum, þ.á.m. icesave.  Og formaður sjálfstæðisflokks sem átaldi svokallaðar vinaþjóðir okkar fyrir að láta landið afskipt?  Við hverju var hægt að búast þegar menn stunda rányrkju í öðrum löndum í boði stjórnmálamanna?  Og þannig er statt með meirihluta þingheims.  Hvernig eiga allar þessar brúður sem engir treysta lengur hér heima að njóta trausts í útlöndum?  Hvenig kynnir maður eða ver málstað sem maður sjálfur hefur svikið?   Það er að sýna sig að það gera menn með því að vera ekki til vandræða, ganga að þeim afarkostum sem í boði eru og svæla málunum þannig upp á næsta stig gleymskunnar.  Um þetta snýst lokaatkvæðagreiðslan á alþingi um icesave, fleyta vandanum áfram, losa um skrúfstykkið í bili og vona það besta.  En umfram allt að tryggja eigin viðgang og völd, pólitískt.  Hin leiðin, að hafna icesave, neyðir þjóðina til að taka á vandanum strax og hann mun lenda á samtímafólki vandans en síður ófæddum íslendingum.  Þessi leið inniber einnig annað grundvallaratriði sem er málsvörn Íslands.   Um hana geta engir hrunstjórnendur séð né aðrir taglhnýtingar útrásarævintýrsins, hún þarf að vera í annarra höndum.   En samþykki alþingi íslendinga icesave mun það sundra þjóðinni, höfnun hinsvegar þjappa henni saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér Lýður !

Planið er, að Alfreð og skákdrottningin koma inn.  Málið verður fellt.....Ríkisstjórnin hrökklast frá, og Ögmundur verður forsætisráðherra......Hvað finnst þér um það?

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 06:35

2 identicon

Doddi, Koddi!  Ég vil að þú verðir forsætisráðherra, Grímur afdalamálaráðherra og ég tek forsetann.  Þá er þjóðinni borgið.

lydurarnason (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband