11.12.2009 | 07:22
EIGNAUPPTAKA.
Skattahækkunaráform ríkisstjórnarinnar standa í mörgum og úthrópa sumir gjörninginn sem aðför að vaxtarsprotum samfélagsins. Sömu aðilar hefðu kannski átt að þiggja ábyrgðina um leið og þeir þáðu frelsið, þá væru málin kannski í öðrum farvegi. Einn skatt vil ég þó ræða, fjármagnstekjuskatt, þ.e. tekjur af fjármagni. Árferðið nú skilar hærri verðbólgum en vöxtum þannig að innistæður í bönkum rýrna. Raunávöxtun er sem sagt neikvæð. Sem aftur þýðir að fjármagnseigandinn er ekki að ávaxta pund sitt og skapa sér tekjur. Og þá er spurningin: Á hvað er verið að leggja skatt? Þetta þyrfti að endurskoða því hér er ekki á ferð skattheimta heldur eignaupptaka.
LÁ
Athugasemdir
Nú gleðst dansarinn...
Efinn (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 09:17
Sæll Lýður. Það er væntanlega verið að höggva í þá sem slepptu sér ekki í skuldadansinn. Nú hlýtur fólk að taka út sína aura og grafa í garðinum, engum til gagns hvorki bönkum né ríki. Eignaupptaka það er ágætt nafn á þennan skatt kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 11.12.2009 kl. 23:13
Heyr, heyr,félagi. Það eru ekki margir sem þora að taka upp þessa umræðu. Sprenglærðir háskólaprófessorar koma fram í fjölmiðlum og halda því fram að það þurfi að hækka fjármagnstekjuskatt, vegna þess að hann sé sá lægsti í heimi!! Ég var búinn að læra nægja stærðfræði í grunnskóla til að átta mig á því að skattur á neikvæða ávöxtun, flokkast undir eignaupptöku en ekki einhvern tekjuskatt. ( tekjur=verðmætisaukning). Já félagi Grímur, nú gladdist ég í eftirsjá hugsunum mínum um afdrif atkvæðis míns. P.S. á ég að hella kaffinu sem ég lagaði fyrir þig síðastliðinn mánudag?
Falur Þorkelsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 01:17
Sæl, öllsömul og höldum friðinn. Þennan fjármagnstekjuskatt hefði náttúrulega átt að hækka í góðærinu meðan verulegur hluti landsmanna hafði engar aðrar tekjur. Nú eru fjármagnstekjur fólks nær eingöngu af sparifé þannig að þessi hækkun er tímaskekkja og beinlínis óréttlát miðð við ástand. Var að vonast eftir eindregnari stuðningi frá Grím en hann gefur þó kaffið.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 05:42
Kæri Vinur !!!
Það er sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Hvort það er barnauppeldi, skáldskapur músik, kvikmyndagerð, eða þitt fag... Þá er allt sem frá þér kemur úthugsað og auðskilið. Ef til vill toppar þú allt með þínum pólitísku hugrenningum um það sem er efst á baugi. Góður Guð getur ekki brotið af okkur hlekkina, ----- við verðum að gera það sjálfir !!! Það er þitt að taka þátt í því.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 00:31
Doddi Koddi! Þakka hlý orð í minn garð og auðvitað mun ég sinna kalli ef svo verkast. Kveðja, LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 05:54
Skróp mánudagsins var fyrirséð en ég átti ekki að gefa mönnum von. Sveik tvo. Annar þeirra hefur ekki lengur trú á mér....En ég mun gefa kaffi - já þið munuð sjá það!
Skróparinn (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.