SAMFÉLAGSLEGT FRAMLAG.

Lífæðin, útvarp Bolungarvík, var í loftinu í nótt.  ESB, icesave, kvótinn, sameining sveitarfélaga, lausaganga hunda, allt tekið á beinið.  Útvarpið er staðsett í veitingastaðnum VAXON í Bolungarvík og var karpið afar beinskeytt á köflum og beitt.  Skemmtilegast var þó í morgunsárinu þegar einkaframtakið sýndi mátt sinn með laxabrauði og skinku og örþreyttum verkamönnum sem skakklöppuðust inn í útvarpsútsendinguna eftir næturvinnu í göngunum.   Umönnun alls þessa er bæði tímafrek og dýr og verð ég að eigna Hauki Vagnssyni hrós dagsins fyrir óeigingjörn störf sín í þágu byggðarlagsins en flesta Bolvíkinga tel ég ekki gera sér grein fyrir þessu samfélagslega framlagi.   Áfram gakk.

LÁ   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband