VERÐLAUNAPALLUR BREYTIST Í AFTÖKUPALL.

Formaður sjálfstæðisflokks hefu í nógu að snúast þessa dagana.  Engum ætti að koma á óvart þessi slagur, um venzl marga forystumanna stjórnmálanna við viðskiptalífið hefur lengi verið vitað.  Fyrir hrun þótti þetta ekki tiltökumál en nú sjá menn orsakasamband A og B.  Menn sem enn svamla í þessu gamla samtryggingardýi vilja aðskilja eigin persónu frá eignarhlutum og viðskiptahópum og sverja af sér sakir.   Tel þó að alþingismenn framtíðarinnar munu sæta miklu meira aðhaldi hvað þetta varðar og í ljósi reynslunnar hlýtur það að teljast eðlileg krafa og sanngjörn.  Sterkir hagsmunahópar og valdaættir hafa deilt með sér völdum á Íslandi og í stjórnartíð sjálfstæðisflokks hefur opin stjórnsýsla og umsvif stóraukist og ekki þarf mikla glöggskyggni til að sjá að búið er að hrúga viðhlæjendum  og fjölga í öllum lögum stjórnsýslunnar.  Svo rammt hefur að þessu kveðið að nánast hálf þjóðin þiggur nú laun hjá hinu opinbera.  Þarna er lítt hugað að sparnaði enda eiga allir flokkar mikið undir í þessum verðlaunapalli.  Ólgusjór sá sem formaður sjálfstæðisflokksins nú veður var fyrirséður og eðlileg birtingarmynd endurreisnar hjá þjóð sem breyta vill um vinnulag og ímynd.  Fleiri stjórnmálamenn munu fylgja í kjölfarið og vitanlega mest hjá þeim flokki sem minnst tók til.  Verðlaunapallurinn breytist í aftökupall.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband