GAGNAVER Í REYKJANESBÆ.

Iðnaðarráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um byggingu gagnavers í Reykjanesbæ og viðhalda þannig hugmynd frá "mektarárunum" sem hugsuð var hagkvæm og atvinnuskapandi.   Samningsaðilar eru m.a. fallnir útrásarvíkingar.  Þetta útspil hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort meiningin sé að sömu aðilar sem virtu hagsmuni þjóðarinnar að vettugi í viðskiptum sínum eigi þarna heima.  Allir vilja nýja sprota, atvinnu og fjármagnsflæði en sé eitthvert vit í þessu dæmi hljóta að fást til þess aðilar með hreina skó, innlendir eða erlendir.   Hvað sem öllum gróða og viðreisn viðkemur getum við ekki byggt endurreisnina á vafasömum pappírum.   Hugmyndin um gagnaver er eflaust góð en aðkoman ekki.

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband