18.12.2009 | 03:44
AÐ SPILA ÚT HUNDI.
Ný von í icesave er útspil iðnaðarráðherra varðandi gagnaver á suðurnesjum. Stelpugreyið skýtur svo gersamlega yfir markið, ekki bara varðandi samningsaðilann heldur líka orkuverðsleynd, óvissu um orkuöflun og tengsl eins kaupandans við mótun orkustefnu hennar sjálfrar. Þetta mun líta vel út á alþjóðavettvangi eða hitt þó heldur, að samþykkja icesave samhliða ívilnunarsamningi við skrímslið sjálft. Rök ráðherra að ekki sé hægt að kasta svona góðum díl frá sér vekja upp þá spurningu hvar setja eigi mörkin. Miðað við sakir viðsemjandans hlýtur samningurinn að vera ævintýralegur. Langlundargeð vinstri grænna í þessu ríkissamstarfi hefur verið ærið og bætast nú við þessi ósköp. Spurning hvort þetta hlass velti loks þúfunni.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.