APPELSÍNIÐ MÆTTI EN MALTIÐ OF SEINT.

Glötuðustu sauðir Bolvíkinga söfnuðust saman á kránni í gærkvöld til að hlýða á jólaguðspjallið uppfært.   Appelsínið var komið í hús á slaginu tíu en maltið álpaðist inn í lokuð Bolungarvíkurgöng, endaði í Skálavík og hitti þar fyrir Vagnsfólkið.  En enginn er logi nema Elfar Logi og var þrammað yfir heiðina undir sívaxandi tungli.  Klukkan tólf mætti loks maltið og strax slegið í.  Voru þá flestir farnir en þykkt í þeim sem enn hjörðu og gleðskapurinn massívur.   Söng héraðslæknirinn hástöfum:  Bjart er yfir Bolungarvík, blikar jólastjarna um leið og hún tilkynnti nýjan opnunartíma heilsugæslunnar: 13.30-13.39.    Sama hús verður áfram notað í móttökuna en gengið inn um kjallarann.   Gleðileg jól.

LÁ   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er þetta,  kæri vinur ? ----- Á ekki að blogga, eða hvað?  Pungurinn virkar, svo það er ekkert til vanbúnaðar.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 01:36

2 identicon

Góður, ferðu ekki að kíkja á eyjarnar okkar fögru, þar sem smjör drýpur af hverju strái og heilsugæslan opin fyrir alla með hvef.

Láttu heyra frá þér

Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband