31.12.2009 | 04:34
FPRSETINN LENGI LIFI, HÚRRA!
Nú hangir allt á forsetanum. Hann einn getur fært þjóðinni rétt sinn til úrskurðar um Ísbjörgu. Í ræðu sinni minntist Ögmundur á þjóðaratkvæði, hug alþingismanna til þeirra og viðsnúning þann sem er orðinn. Ráðherraræðið algjört og aldrei hefur þjóðin verið snupruð sem nú. Afstaða nokkurra vinstri grænna að vilja þjóðaratkvæði en samþykkja frumvarpið og það eftir að útséð var um þjóðaratkvæðagreiðsluna er fáheyrð. Líka gagnslaus. Orð Róberts Marshall um nauðsyn breiðari samstöðu voru valinkunn í orðahnippingum kvöldsins, látlaus en sönn. Meðferð og afgreiðsla þessa máls er alþingi íslendinga mjög til vansa og að þetta mál hafi hlotið brautargengi með aðeins þriggja atkvæða mun er skipbrot miðað við fyrri áform. Ömurlegastur er þó sá matseðill sem jafnaðar- og velferðarstjórnin býður þjóðinni upp á, matseðill sem ríkisvæðir skuldir einkavæðingarinnar og gerir þær að sínum jafnhliða því að semja samtímis við sjálfan krónprins græðginnar um rekstur gagnavers með tilheyrandi afslætti á opinberum gjöldum. Forsetinn á að taka af skarið og synja þessum ólögum. Með því færir hann þjóðinni sinn sjálfsagða rétt og slær um leið á eina meginmeinsemd samfélagsins, ráðherraræðið. Forsetinn lengi lifi, húrra, húrra, húrra.
LÁ
Athugasemdir
"Nú hangir allt á forsetanum." Ekki er ég viss um að Dorrit sé ánægð með það!
En svona að öllu gríni slepptu, þá vonum við að forsetinn styðji ekki gjá milli þings og þjóðar.
Jóhanna Magnúsdóttir, 31.12.2009 kl. 11:25
Atkæðagreiðslan í gær var auðvitað ekkert annað en leikrit. Maður þarf ekki að segja meir. Sumir sem voru með greiddu atkvæði á móti og sumir sem voru á móti greiddu atkvæði með. Fólk sagði eitt en gerði annað - algjör farsi.
Ég sakna samt mest jólakveðjunnar að vestan - hvað á þetta að þýða Lýbbi?
Grímur Atlason (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 12:54
Búinn að senda jólakveðjuna og bíð nú hróssins.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 14:20
Sammála færslunni en ég vona innilega að Grímur hafi ekki rétt fyrir sér en ef til vill er það bara óskhyggja hjá mér. Eitt er þó ljóst að VG hefur látið kúska sig með hótunum um stjórnarslit, það viðurkenna þeir sjálfir ýmist undir fjögur eða fleiri augu og eyru.
Takk fyrir samskiptin á árinu og bestu óskir
Sigurður Þórðarson, 1.1.2010 kl. 02:27
Skó í öðrum löndum....
Úmbarúmbarúmba (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.