KLETTUR EÐA KOLBEINSEY.

Einhverntíma var Bretland kallað nýlenduveldi og Ísland nýlenda.  Strax hljóma kaldar kveðjur handan úr hafi, yfirgangur og hótanir að verði ekki tiltekin niðurstaða fari allt í bál og brand.   Margir hafa blásið á þá sem telja sjálfstæðismissi felast í göngu inn í ESB.  Nú blasir sannleikurinn við.   Hvað sem segja má um icesave er ljóst að verið er að yfirfæra skuldir.  Icesave er afleiðing óstjórnar beggja vegna hafsins.  Hafni forsetinn nýrri útgáfu samningsins gerist ekkert nema semja þarf á ný.  Og sé það vilji íslensku þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu er það bara svo.  Ef ekki, þá hefur ríkisstjórnin skýrt umboð.  Þvinganir hljóta að herða forsetann og ótækt annað en að hafna icesave í svona andrúmslofti.  Sé horft til næstu þjóðaratkvæðagreiðslu, inngöngu í ESB, má heita augljóst að niðurstaðan í icesave hafi áhrif.  Ný ríkisstjórn í Bretlandi er heldur ekki langt undan og þá skapast nýjir farvegir.  Ég held að Ólafur Ragnar bæði vilji og verði að taka að sér hlutverk ásteitingarsteins, vera kletturinn sem brýtur ölduna, hingað og ekki lengra.   Hin leiðin, Kolbeinseyjarleiðin, er að láta flæða yfir sig og hverfa í djúpið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hárrétt, það verður kosið um Icesave.Ef ekki nú, þá þegar kosið verður um ESB, sem mun þá gjalda þess ef fólk fær ekki að kjósa núna.Glöggt er læknisaugað.

Sigurgeir Jónsson, 2.1.2010 kl. 17:18

2 identicon

Jahérna....

Úmbarúmbarúmm (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 19:24

3 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Auðvitað hlýtur Ólafur að neita stjórninni um undirritun.

Eftir þrumuáramótaræðu um vanda flokkræðis í Íslensku samfélagi og Íslandsmet í undirskriftum hlýtur hann að segja nei.

Hann hlýtur að vera upptekin af því að hans verði minst fyrir merkilega hluti, eins og til dæmis að auka vægi beins lýðræðis.  Ef hann notar ekki þetta tækifæri til að vera minnst fyrir merkilega hluti fær hann ekki annan séns.  Aldrei. 

Ólafur fer í sögubækurnar og það verður þjóðaratkvæði um málið!

Jón Ásgeir Bjarnason, 2.1.2010 kl. 23:24

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

1) ólafur kemst í sögubækurnar.... ekki góð ástæða.. en lengi lifi hégóminn.

2) um hvað kjósa menn eiginlega verður aðal vandamálið að skýra út fyrir fólki... IceSafe þýðir allt frá fuck you yfir í ég vil ekki borga fyrir mistök þeirra ráðamanna sem ég hef kosið á þing... sem er ekki akkúrat nákvæmt.

3) þetta mál er fáránlega tilfinningalega hlaðið... næstum því orðið væmið... einsog hver kemst á spjöld sögunnar og fyrir hvað.

Gísli Ingvarsson, 2.1.2010 kl. 23:57

5 identicon

Sögubók með Ólafi skiptir engu í heildarsamhenginu en hugsanlega fyrir hann persónulega.   En hver sem ástæðan er vil ég gjarna sjá þetta mál fara í þjóðaratkvæði en á þeim vettvangi geta allir haft sína sýn og lagt hana í púkkið.  Allt of lengi hefur þessi þjóð þurft að þola sjálfvitahugsunarhátt þeirra sem ríkja og kominn tími á að smakka á einhverju nýju.  Þjóðaratkvæði um icesave er ekki spurning um rétt og rangt heldur virkni í því sem margir nefna enn lýðræði.

lydur arnason (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband