PENINGAR & STJÓRNMÁL.

Upplýsingar um styrki og stuðningsaðila stjórnmálamanna liggja nú að einhverju leyti fyrir.   Þar poppa upp nöfn fjárfestingarfélaga útrásarinnar, grúppanna, bankanna og stórfyrirtækja sem áttu allt og drottnuðu.  Örmum viðskiptalífsins var bersýnilega umhugað um að styrkja stöðu sína á löggjafarsamkundunni.   Og það er auðvitað best gert með því að bera í fólk fé.   Auðvitað er hægt að segja að þetta hafi engin áhrif á heiðvirt fólk en miðað við upphæðir og umfang hlýtur efi að skjóta rótum.   Stjórnsýslan hefur líka verið með slíkum eindæmum að einungis þeir sem viljandi líta undan geta sannfærðir gengið til hvílu.   En á Íslandi er frammistöðumat þingmanna í höndum þeirra sjálfra.  Kjósendur hafa ekkert vopn í höndum til að segja sitt álit.   Þessu er auðvelt að breyta en áhugi ráðamanna lítill.  Skýringin væntanlega hræðsla við dóm almennings.   En vítahringur valds og peninga verður ekki rofinn nema viðhöfð verði opin prófkjör þar sem kjósandi getur í kjörklefanum raðað frambjóðendum að vild.  Sá dagur, komi hann, mun verða frelsisdagur. 

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er ekki sálin í fjórflokkskvikindinu jafn sjúk í dag og hún var í gær?

"Menn sýkjast jafnvel

af sjúkra orðum

svo plágan fer hraðar

en pestin forðum."

Einhvern veginn svona minnir mig að skáldið frá Fagraskógi hafi komist að orði í einu erindi kvæðisins um pláguna miklu Svarta dauða.

Nú er meira en hálf öld síðan Davíð orti kvæðið og lítið sýnist mér hafa breyst.

Árni Gunnarsson, 3.1.2010 kl. 22:49

2 identicon

Sæll, Árni...   Líking fjórflokksins við plágur og harðindi er næsta góð og framsýni skáldanna aðdáunarverð.  Víða má heimfæra þetta í þeirra verkum.

lydur arnason (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband