KÁTT Í HÖLLINNI.

Ernirnir yfirtrompuðu Laugardagshöllina í kvöld, ævintýralegir músikantar, trylltu lýðin og fóru út klökkir undir drynjandi lófataki.  Frábær upplifun og eftirminnileg, hverrar krónu virði.  Góður endir á þéttum degi í stjórnlagaráði en þar lágu undir kosningar, kjördæmaskipun, fjölmiðlafrelsi ofl.  Verði kynning dagsins að veruleika opnast fyrir persónukjör, listaval, millilistaval og einstaklingsval.  Öllum landshlutum er tryggður lágmarksfjöldi þingmanna og landsmenn allir geta kosið á landsvísu.  Á morgun ráðast svo örlög forsetans ásamt því að fjallað verður um beint lýðræði.  Ernirnir hafa enst í 40 ár, spurning með verk stjórnlagaráðs en sjálfur er ég bjartsýnn.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú segir: "Á morgun ráðast svo örlög forsetans..."

Ertu ekki eitthvað að misskilja hlutverk stjórnlagaráðs? Er stjórnlagaráð nokkuð annað valdalaus en ráðgefandi gælunefnd Jóhönnu Sigurðardóttur?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.6.2011 kl. 02:29

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

já þetta var geggjað svona verðum við eftir nokkur ár, vitum þá að hverju við eigum að stefna - reyndi að bjalla í þig en fékk bara ótengt númer

Elfar Logi Hannesson, 10.6.2011 kl. 10:34

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú heldur greinilega Lýður að Landsbyggðafólk séu fífl.Ef höfuðborgarsvæðið fær að ráða því hverjir komast á þing á Landsbyggðinni þá er landið eitt kjördæmi og breytir það engu þótt þau verði fimm að nafninu til.Ég vona að það renni af ykkur ruglið í þessu svokallaða stjórnlagaráði.

Sigurgeir Jónsson, 10.6.2011 kl. 21:15

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Einn spekingurinn í stjórnlagaráði, Þorvaldur Gylfason hefur talið í blaðaskrifum að stjórnarskrá Suður Afríku ætti að vera fyrirmynd að stjórnarskrá Íslands.Ég trúi því ekki að nokkrum Afríkumanni dytti þessi þvæla í hug sem þið ætlið að leggja á borð fyrir fólk.Ég ráðlegg ykkur að líta til landa sem búa við fylkjafyrirkomulag ef einhver von á að vera til þess að Landsbyggðafólk kyngi því sem frá ykkur kemur.

Sigurgeir Jónsson, 10.6.2011 kl. 21:21

5 identicon

Rétt, Gunnar, orðaleikur minn um forsetann til þess fallinn að misskiljast og bið forláts.  En gælunefnd Jóhönnu er skoðun sem hafi sá sem vill.  Félagi, Elfar Logi, tökum á því þó síðar verði.  Og, Sigurgeir, eins og þéttbýlingar er landsbyggðarfólk upp til hópa ófíflað með nokkrum undantekningum.  Kosningafyrirkomulag sem stjórnlagaráð boðar er sambland af kjördæmum og landskosningu en athugasemd þín engu að síður glögg og veður tekin til athugunar.

lydurarnason (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband