UPPGJÖRIÐ FÆRIST NÆR.

Viðræður við evrópusambandið hófust í dag.   Skiptar skoðanir eru um ágæti dagsins en einhversstaðar tappar eflaust teknir úr flöskum.  Eftir ár mun samningur væntanlega liggja fyrir og umræðan með og móti þyngjast.  Sem stendur þarf að breyta stjórnarskrá til að innganga geti átt sér stað og sjálfgefið að það sé stefna ríkisstjórnarinnar.  Þá verður þingrof og þjóðin mun kjósa nýtt þing.  Hvernig það samanstendur veit enginn né stjórnarmynstrið sem við tekur.  Í þessu liggur sú hætta að þjóðin fari annan hvorn veginn án þess að vera spurð að því beint.  Niðurstaða almennra kosninga gefur hverjum og einum stjórnmálaflokki frjálsa túlkun útkomunnar sem getur auðvitað þýtt hvað sem er.   Held fullveldisframsal sé svo afgerandi skref að það sé andlýðræði að spyrja þjóðina ekki álits í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.  Flestir ættu að geta unað þjóðarvilja en án hans er vegferðin ófriðarleið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að menn geri sér grein fyrir að þetta er vonlaust spil eins og er og horfi dreymnir til betri tíðar. Þessvegna verður ákveðið að fresta umræðum á lokastigunum í stað þess að láta á þetta reyna.  Ástæðan er að menn vilja ekki hætta og halda þannig opnu á þetta, svo við fáum nú að hafa þetta vomandi yfir okkur.

Viðsemjendur eru þegar búnir að viðra þetta og er það eingöngu gert til að festa þessa leið úr sessi. Ekki fá höfnun, ekki hætta við, heldur fresta.

Krafan er að hætta þessu feigðarflani og því bið ég fólk um að hafa augun opin þegar á líður. Þetta er ekki bara einhver tilfinning. Svona hefur þetta verið leikið margoft áður.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.6.2011 kl. 00:12

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á meðan verður að sjálfsögðu haldið áfram með aðlögun í kyrrþey á þeim forsendum að við séum ekki hætt við. Það er sá kostur sem þeir sjá jú í stöðunni, auk þess sem meiri tími vinnst fyrir áróður og til að hamra járnið. Til þess bíða milljarðar sem Jórunn Frímannsdóttir horfir m.a. girndaraugum á.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.6.2011 kl. 00:16

3 identicon

Sæll, Jón Steinar. Sjálfur óttast ég samkrull samfylkingar, sjalla og framsóknar, í öllum þessum flokkum er töluvert horft til Evrópu og samstaða gæti náðst um málið.  Um leið og það lægi fyrir yrði tækifærið notað og það jafnvel án þess að spyrja þjóðina beint.

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 00:53

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú gætir svo sem verið sannspár um þetta, maður veit ekki hvað hrærist í kollum valdsjúkra embættismanna, sem vilja komast í feitar stöður og fríðindi hjá stóra bróður.  Það reyndi þá á úr hverju Íslendingar eru. Ég trúi því ekki að menn muni taka því hljóðlega að verða sviknir af allri stjórnmálastéttinni eins og hú leggur sig.

Ef raunin verður önnur og að Íslenska þjóðin hefur þessa þrælslund, þá segi ég mig úr ætt við hana og flyt úr landi.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.6.2011 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband