BORGARAFUNDUR NORÐVESTURKJÖRDÆMIS.

Borgarafundur norðvesturkjördæmis reið á vaðið í kvöld.  Aðsóknin í lakara lagi en frambjóðendur þó allir mættir.  Guðbjartur Hannesson kvað vinstri græna óskasamstarfsflokk samfylkingar í næstu ríkisstjórn undir stjórn samfylkingar.  Forsvarsmaður vinstri grænna felldi og hug til Guðbjarts ásamt því að vilja undanskilja norðvesturkjördæmi í því niðurskurðardjammi sem framundan er.  Frambjóðandi lýðræðishreyfingarinnar átti gullkorn kvöldsins, sagðist ekki hafa vit á tilteknu máli en til í spjall væri eftir því leitað.  Sjálfstæðismaðurinn sem sigraði Einar Kristinn virtist ekki bæta miklu við keppinaut sinn og mátti vart á milli sjá hvor er hvað.  Ásbjörn sigurvegari mótmælti þó argaþrasi stjórnmálamanna við feginleik viðstaddra.  Ég er ekki stjórnmálamaður, fullyrti hinn svellkaldi frambjóðandi borgarahreyfingarinnar en sessunautur hans, Sigurjón frjálslyndur Þórðarson flaggaði dauðadómi kvótakerfisins við lítinn fögnuð útgerðarmanna í salnum.  Framsókn lofaði endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins og samþykkti jarðgangnagerð í Dýrafirði.   Það gerði Jón Bjarnason reyndar einnig í pólitísku svari sínu.   Ljóst má vera að núverandi stjórnarflokkar hyggjast starfa áfram.  Ofuráherzla samfylkingar á evrópumálin gæti staðið þessu plani fyrir þrifum og vænlegast að draga strax úr þeim þunga.  Leið sem báðir flokkar ættu að geta sæst á er það eina nothæfa úr ranni sjálfstæðisflokksins, nefnilega tvöföld atkvæðagreiðsla.  Þá gætu flokkarnir náð starfsfriði og þakkað hann sjálfstæðismönnum.   

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband