GÖSPUR GRÍMS & SIGURJÓNS

Flest höfum viđ gasprađ og bassaleikari hljómsveitarinnar Grjóthruns (í Hólshreppi), Grímur Atlason, sannlega engin undantekning.  Gaspur Sigurjóns, fyrrverandi ţingmanns Frjálslynda flokksins, Ţórđarsonar yfir gaspri Gríms Atlasonar í Fréttablađinu er ţó međ meiri gösprum.   Sakar Sigurjón bćjarsjórann (fyrir utan bassaleikinn gegnir Grímur stöđu bćjarstjóra í Bolungarvík) um rangfćrslur og stađreyndaviđsnúning, gengur reyndar lengra og segir Grím vinna á móti sínu fólki.  Kannski í hundahaldsmálum en ekki varđandi kvótaandstöđuna sem er honum jafn sönn og Sigurjóni.  Í ţeim málum eru ţeir samflokksmenn og bendir Grímur á í grein sinni ađ atvinnuréttur sjávarbyggđanna sé algjörlega fyrir borđ borinn međ núverandi skipan veiđistjórnunar og kerfiđ sérsniđiđ ađ sérhagsmunum útvegsmanna.   Telji Sigurjón Grím fara međ rangfćrslur má benda á fjölda manns sem er honum sammála, ţ.e. bćjarstjóranum.   Málflutningur frjálslyndra nćr fćrri eyrum, meira ađ segja í sjávarbyggđunum, en málflutningur sjálfstćđismanna og kannski umhugsunarefni hvert skal sćkja fylgiđ.  Ađ úthúđa eina bćjarstjóranum á landinu sem ţorir ađ greina frá tilvistarkreppu sjávarbyggđanna  og ekki undir rós er ómaklegt og óvćnlegt til árangurs.  Sigurjón, hamrađu á hinum villuráfandi en ekki á skođanabrćđrum og systrum.

 LÁ


MANNDRÁP AF GÁLEYSI

Jón er hćttur.  Arftaki Halldórs.  Slćmu gengi framsóknarflokksins er ţó tćpast Jóni ađ kenna, ţrotabúiđ var annarra sök.  Nýs formanns bíđur ćriđ verk og mikiđ, uppgröftur, endurlífgun og partasaumur.  Líkja má hamförum flokksins viđ manndráp af gáleysi en eins og iđulega í pólitíkinni gengur morđinginn laus og púar á öruggum stađ.   


NÝR STJÓRNARSÁTTMÁLI

Nýr stjórnarsáttmáli er stađreynd.   Engir kollhnísar og orđalag allt fremur óafgerandi.   Í heilbrigđismálum er ţó opnun á meiri fjölbreytileika rekstrarforma.  Hefđi jafnhliđa kosiđ lokun á hátćknisjúkrahúsiđ sem ţví miđur er enn í kortunum.   Sjávarútvegurinn verđur áfram einkamál útvegsmanna, landbúnađur ?   Endurskođun lífeyrisréttinda ţingmanna og ráđherrra kemur fagnandi og Langisjór sömuleiđis.   Annars er ţessi sáttmáli eins og ađrar vinnuáćtlanir, ásetningur og áform sem hćgt er ađ riđla eftir ađstćđum hverju sinni. 

Óska komandi stjórn góđs gengis og velfarnađar.


ÓSÓMI Í KÍNA

Sá frétt í kvöld ţar sem gestir, m.a. börn, skemmtu sér yfir áti tígrisdýra.  Bráđin var lifandi og henni sturtađ úr greiđabíl ađ fólki ásjáandi.  Einnig gat fólk keypt fiđurfé og gefiđ kattardýrunum í ábćti.  Ofangreindur hrollur átti sér stađ í kínverzkum dýragarđi og ég sem farinn var ađ renna hýru auga til ţessa lands verđ nú ađ endurskođa afstöđu mína til evrópubandalagsins.   Ađ fótumtrođa mannréttindi er illt en málleysingja dauđi.   Vonandi tímir guđ einni plágu eđa svo á ţennan ósóma. 

LÁ    


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband