3.6.2007 | 14:00
SMÁBĆJARSTEMMNINGIN
Sjómannadagur á Bolungarvík var afskaplega velheppnađur í alla stađi. Ţó sjómannastéttin sjálf sé í útrýmingarhćttu voru veđurguđirnir örlátir á blíđu sína og allra handa kvikindi skriđu úr skeljum sínum og tóku ţátt. Ţannig skapađist stemmning á hafnarbakkanum, fjölmenni sótti allsherjarskemmtun sjómanna í Víkurbć sem var fantagóđ, bćđi í mat, drukk og dansi. Samantekiđ fengu viđstaddir nasaţefinn af smábćjarlífinu eins og ţađ gerist best. Vona okkur auđnist ađ varđveita ţennan fjársjóđ.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 18:56
SAMFÉLAGSLEGT INNSĆI
Áfram hringinn, innanmein kvótakerfisins vex skjótlega og meinvörpin farin ađ skjóta víđa rótum. Hinn landskunni útgerđarbćr, Vestmannaeyjar, stendur nú frammi fyrir utanađkomandi tilbođi í lífsviđurvćri sitt og verđa íbúar ađ treysta samfélagslegu innsći sinna útgerđarmanna. Verđi önnur sjónarmiđ ofan á er eins víst ađ vestmannaeyingar missi stóran spón úr aski sínum. Allt í nafni hagkvćmninnar. Ţetta er ađ verđa eins og lćknirinn í Afiríku sem stóđ andspćnis heilum bragga af pensillíni en meinađ notkun ţess.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 03:35
SKULDASÚPUR
1sta, annađ og 3ja, hamarinn fellur, eignin seld, ţví miđur á uppbođi og gegn óskum eigandans eđa réttara: Fyrrum eiganda. Hvers vegna er lífiđ svona ósanngjarnt og afhverju lendir einn í ţessu en ekki annar? Huxum okkur skuldasúpur, sem eru margslungnar, uppskriftin eilítiđ á reiki en eins og yfirleitt međ heimatilbúnar súpur er lagt upp í góđri trú. Hvađ verđur ţá ţess valdandi ađ ilmandi kjötsúpa breytist í ólystuga skuldasúpu? Ţađ hlýtur ađ vera vegna ţess ađ annađhvort er hráefniđ úldiđ, samsetningin röng eđa yfirlegunni ábótavant. Klikki einhver ţessara ţátta má búast viđ skuldasúpu og fyrsta ólyktin er snifsi frá Intrum. Ţetta kallar mađur gćđablogg.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007 | 03:02
BIĐLAUN
Biđlaun er undarlegt fyrirbćri. Huxuđ sem tekjutrygging ćđri embćttismanna sem ráđa sig sjálfviljugir í hverfular stöđur. Hverjum ćtti ađ koma á óvart sem ráđherra ađ líkindi á umskiptum í kjölfar kosninga eru talsverđ. Pólitík er í eđli sínu hverful og öllum ţađ ljóst fyrirfram. Biđlaun eru jafnvel greidd ţeim sem sjálfir segja upp. Undantekningarlaust eru ţađ tekjuhćstu hóparnir sem njóta ţessara réttinda, fólk sem ćtti ađ hafa meira svigrúm fjárhagslega en tekjulágir. Ţeim er aftur á móti gert ađ éta ţađ sem úti frýs. Hverskonar pólitík er ţetta?
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
28.5.2007 | 01:10
PRESTARNIR EĐA ŢJÓĐIN?
Ţegar fólk lá fyrir dauđanum hér áđur fyrr var prestur oft kallađur til. Tilgangurinn ađ veita ţeim burtkallađa sína hinstu blessun og einnig gafst tćkifćri á fyrirgefningu. Gildur bóndi vestur á fjörđum var á síđustu metrunum og presturinn kallađur til. Taldi bóndi litla möguleika á himnavist nema fyrir tilstilli prests og lagđi prestur eyra ađ munni deyjandi búmannsins. Dágóđa stund áttust ţeir viđ, bóndinn og presturinn, ásjáendur greindu ekki orđaskil en stóđu hjá í andakt. Ţegar prestur greinir örendi bónda snýr hann sér ađ viđstöddum, raunamćddur. Segir svo: "Gefur hann enn..." og átti viđ bújörđina. Hversu mikiđ jarđnćđi kirkjan hefur komist yfir međ ţessum hćtti er ágizkun, kannski ekki eina einustu, kannski margar en víst er margur svörđurinn á nafni kirkjunnar. Spurningin er ţá: Hver á kirkjuna, prestarnir eđa ţjóđin?
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2007 | 03:52
FERMING Í HÓLSKIRKJU
Hólskirkja verđur full af fermingarbörnum á morgun. Ţetta tvílyfta guđshús er í Bolungarvík, stendur á hćđ og snýr til Skálavíkur. Messan hefst ellefu, eilítiđ ókristilegt, miđnćturmessur falla betur í kram undirritađs. Meginatriđiđ er ţó ađ krakkarnir fái sína vígslu, hefđinni sé viđhaldiđ. En einhvernveginn er ć erfiđara ađ finna guđstrúnni stađ í öllum ţessum hamagangi og hin kirkjulega athöfn merkingarlítil ţannig séđ. Samt er ţetta ákveđiđ haldreipi, einskonar skilvinda milli barns og unglings. Samantekiđ tel ég ferminguna saklaust fyrirbćri ţó merkingin hafi almennt dalađ. Ađalmáliđ er ađ hún er frjálst val og enginn gengur til hennar tilneyddur. Og ţó, ţegar allt er međ tekiđ, umstangiđ, athyglin, veizlan og ađgangseyririnn... Ţá er varla hćgt ađ sleppa ţessu.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2007 | 04:41
VAXANDI INNSĆI EKG
Sjávarútvegsráđherra ámálgađi ţá smugu ađ hugsanlega ćtti aflamarkskerfiđ einhverja sök á hremmingum Flateyringa. Tilfinning mín er sú ađ böl hans sé ekki blinda heldur ok. Á ţá viđ sérhagsmunaađila í sjávarútvegi, LÍÚ og bankanna. Fingraför beggja eru á stjórnarsáttmálanum, umhverfismál, ókei, sömuleiđis stóriđjumálin, allt í lagi ađ leyfa samfylkingunni ađ hringla soldiđ í velferđarmálunum, utanríkismálin eru ekkert spennandi lengur og samgöngur eru jú bara spurning um forgangsröđ. Sjávarútvegurinn hinsvegar, hann skal standa, ţar má engu hnika. Samt tel ég fullvíst ađ margir sjálfstćđismenn vilji aflamarkskerfiđ burt eđa ađ minnsta kosti í breyttri mynd. Hvort Einar Kristinn sé sjávarútvegsráđherrann sem ţorir skal ósagt en sé eitthvađ ađ marka orđ hans í dag eru ţau vísbending um vaxandi innsći.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
24.5.2007 | 23:38
FYLGITUNGL Í KAMBI
Staddur á verkalýđsfundi í kaffistofu Kambs í dag sem bar međ sér lausung og óvissuok. Íslendingar ađ leysa vanda útlendinga, skilgreina rétt ţeirra og réttleysi. Útlendingar súpandi seyđiđ af íslensku fiskveiđistjórnunarkerfi sem ýmist er lofađ eđa lastađ. Fyrirtćki hćttir rekstri vegna fyrirsjáanlegra hremminga, ekki ráđ nema í tíma sé tekiđ. Hvort úttekt eigendanna sé 1000 milljónir, 2000 milljónir eđa 3000 ţúsund milljónir gildir einu, allar upphćđirnar eru margfaldar ćvitekjur fiskverkunarfólksins sem í dag sat á óvissufundi. En ţó ţessi uppskipti Kambverja séu samkvćmt landslögum er ljóst ađ í framtíđinni munu ć fleiri líta á fiskimiđin sem fjárfestingarkost en ekki tćkifćri til atvinnuuppbyggingar. Ţessi slagsíđa, byggđunum í óhag, er andvaraleysi stjórnvalda ađ kenna. Í ţeirra augum er eignaréttur auđlindarinnar einungis klausa í vanvirtri stjórnarskrá. Ţessa sýn og ţennan stöđugleika vilja ný stjórnvöld varđveita. Eitt stćrsta fylgitungl ţessarar stefnu eru fundir eins og í dag.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 12:16
500 TONN TIL SÖLU!!!
500 tonn af ţorski er ţokkaleg ársfylling eins smábáts, um 120 milljónir brúttó. Kostnađurinn nettó um 13 hundruđ milljónir. Hvet bćjarfélög á vestfjörđum ađ skella sér í hasarinn og kaupa slyttiđ, aflaverđmćtiđ borgar sig á ca. 20 árum og samanboriđ viđ ýmsar fyrirliggjandi fjárfestingar er ţađ ekki svo útúrkorti. Fá dugmikiđ sjósóknarfólk í veiđarnar, útsjónarsama innflytjendur í landvinnsluna og bćjarstjórarnir sjálfir (kannski ađ einum undanskildum) gćtu svo ekiđ aflann á markađ, fullunninn. Og vilji bankarnir ekki lána bćjarfélögunum er bara ađ skella sér í skozka ţörungabankann og máliđ dautt en byggđirnar ekki. Lagó!
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 02:46
FERMINGARFÁR
Fermingarfáriđ brestur á um helgina. Tylft ađkomufólks kemur askvađandi á sumardekkjum inn í vestfirzka vetrarparadís. Gleyma skautum og skíđum, eigra um á stuttbuxum. Ađdráttur skírna og ferminga er í raun magnađur og vaxandi ef eitthvađ er. Alltént er ţetta gamall siđur og saklaus ţannig lagađ. Í minni fermingu sagđi ég guđ láta rigna yfir réttláta og rangláta og vissulega hefur ekki stađiđ á ţví, vestfirđingar í maílok enn ofar snćlínu. Viđ skulum ekki kenna guđunum um ţetta heldur kvótakerfinu. Guđ blessi fermingarbörnin, til hamingju og megi sem flest halda afrakstrinum vel til haga.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)