BREYZKIR (KIRKJUNNAR) MENN.

Kirkjan er undir sama þaki og stjórnmál að því leyti að metorðin eru mikils metin. Þeir sem tróna á toppnum hafa sitthvað að segja um framgang hvors annars og mynda klakabrynju um gagnkvæma hagsmuni.  Hrasi einn eru hinir til bjargar.  Kannski er ofurmannlegt að ætla vinum, kunningjum, frændum að segja hvor til annars, afhjúpa jafnvel svíðingsverk og svindl.  Sá sem það gerir þarf að upphefja málefni yfir menn.  Sóknarpresti Neskirkju tókst þetta í dag með ákalli  sínu til forystumanna kirkjunnar.  Prestur bað þá stíga til hliðar, taka sængur sínar og hafurtask.  Með þeim gjörningi væri fyrsta skrefið stigið til að lappa upp á laskaða ímynd kirkjunnar.  Þó biskup sjálfur hafi ekki brotið af sér brást hann trúnaði og tók þöggun metorðastigans fram yfir hag sóknarbarna.  Fyrirgefningin er fólgin í afsali biskupsdóms og vera þannig öðrum til eftirbreytni.  Held séra Karl muni taka þann kost og vera meiri maður fyrir.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband