BREYTT FISKVEIÐISTJÓRN ER ÞRÓUN.

Niðurstaða sérfræðihóps í kringum hagræn áhrif nýs kvótafrumvarps á sjávarútvegsfyrirtæki er að vonum.  Álitið varar við heftu framsali og veðsetningu veiðiheimilda sem og stuttum nýtingarsamningum.  Sagt er að sjávarútvegsfyriræki þoli ekki áðurnefndar breytingar og þær ávísun á minni hagkvæmni.   Auðvitað felur kerfisbreyting í sér nýtt starfsumhverfi og þeir sem hafa haslað sér völl í því gamla mega búast við erfiðu en ekki óyfirstíganlegu aðlögunartímabili.   Breytingar á fiskveiðistjórn er aðkallandi vegna þeirra augljósu afleiðinga sem við blasa.  Breytingar munu stuðla að jafnræði, tryggja  byggðunum starfsöryggi og þjóðinni sjálfsagðan arð, ekki einungis af afspurn.  Þjóðin hafnaði kvótakerfinu í síðustu kosningum með öllum sínum fylgikvillum, við þurfum ekki fleiri álit, nefndir né fýlubombur, við þurfum stjórn sem gengur í verkin.  Einatt er sagt að fólksfækkun til sveita sé þróun.  Breyting á kerfi fiskveiða er þróun.
 
LÁ 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Mjólkur Samsalan tapaði rosalega þegar hún missti einkaleyfi á sölu mjólkurafurða í Reykjavík en Reykvíkingar stór græddu og fengu miklu betri þjónustu og vöruúrval.

Sama þarf nú að ske í sjávarútvegi. Best að taka upp sóknarmark og stór auka framboð á fiski með skilvirkari stjórnkerfi og afnámi brottkasts. 

Kvótakerfi verður alltaf til ama sama í hvaða mynd það er rekið. Það opnar fyrir hagsmuna tog og sundurþykkju. Besta kerfið er þar sem allir sitja við sama borð annars vegar í veiðunum og hins vegar aðgengi að fiski í gegnum frjálsa markaði. 

Þannig  færist vinnan aftur til fólksins og arðurinn verður hjá fólkinu sem vinnur í greininni. Þjóðin getur ekki borið ábyrgð á óða skuldum útgerða aðila ef skuldir eru umfram eignir eru fyrirtækin gjaldþrota og þar með búin að missa veðin. 

Ólafur Örn Jónsson, 18.6.2011 kl. 07:42

2 identicon

Ef togveiðar verða bannaðar innan lögsögunnar, verður hægt að gefa fiskveiðar frjálsar innan þeirra marka. Reyndar verður jafnframt að takmarka fjölda og heildarlengd neta hvers báts og hafa reglur um friðun hrygningarsvæða. Rjúfa verður tengsl milli veiða og vinnslu og gera að skyldu að allur fiskur fari á markað. Svo verður fólk að horfast í augu við að Evrópumarkaður gefur hæst verð fyrir ferskan fisk, sem aldrei hefur verið frystur. Markaðurinn lítur á frystan fisk sem þriðja flokks vöru. Við þekkjum sjálf hvaða augum við lítum t.d. brauð frá deginum áður sem hefur verið fryst til að forða því frá eyðileggingu, en það er venjulega selt á hálfvirði. Það á því að hætta að leggja gjald á fisk, sem ekki hefur verið skemmdur hér innanlands með svokallaðri "fullvinnslu". Þetta leiðir til þess að sjómenn fá hæsta mögulegt verð fyrir fiskinn. Jafnframt myndi bann við togveiðum nær útiloka brottkast og fiskveiðar íslendinga verða nær því að teljast sjálfbærar og umhverfisvænar í augum heimsbyggðarinnar. Við erum líka að eyðileggja samningsstöðu okkar gagnvart Evrópusambandinu með þrákelknisafstöðu til makrílveiðanna, sem er vegna þjónkunar stjórnvalda við hina umhverfisfjandsamlegu uppsjávarveiðiskipa.

Bensi (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 07:50

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fiskimið landsins út að 200 mílum eru því sem næst að 100% í öðrum sveitarfélögum en þeim sem tilheyra höfuðborgarsvæðinu.Fólk á höfuðborgarsvæðinu krefst þess, þar með talinn Lýður nokkur Árnason,grásleppukarl og stjórnlagaráðsmaður,að allur veiðiréttur við strönd Íslands fari til ríkisins.Íslenska ríkið þar sem megnið af ríkisstarfsmönnum búa er í raun höfuðborgarsvæðið.Landsbyggðin er komin í sömu stöðu gagnvart íslenska ríkinu og Ísland var áður gagnvart Danmörku.Ef íslenska ríkið ætlar að ræna veiðiréttinum, sem það hefur aldrei haft, þá er það ekkert annað en þjófnaður,gagnvart sjómönnum,þeim sem eiga skipið,og þeim sveitarfélögum sem liggja að þeim miðum sem róið er frá.Sjómenn  hafa frá því Ísland byggðist átt hlut í þeim fiski sem þeir veiða,og hann allan ef þeir eiga skipið.Þetta vita flestir grásleppukarlar, og Lýður Árnason væntanlega líka.EN það er ein spurning sem mig langar að leggja fyrir stjórnlagaráðið, ef Lýður Árnason vildi vera svo vinsamlegur að koma þeirri spurningu áleiðis:Af hverju valdi Alþingi þessa 25 tilteknu einstaklinga í stjórnlagaráð,en ekki einhverja aðra.Hæstiréttur hafði dæmt kosningarnar ólöglegar og þar með voru allir þeir einstaklingar sem þar voru í framboði í raun á sama reitnum.Er þetta ekki spilling af verstu sort.

Sigurgeir Jónsson, 18.6.2011 kl. 09:15

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En það er kanski varla við því að búast að stjórnlagaráðið svari fyrir Alþingi.En sstjórnlagaráðið getur væntanlega svarað fyrir sig sjálft.Í munum huga og margra annarra, er þetta versta dæmi um spillingu í sögu Alþingis.

Sigurgeir Jónsson, 18.6.2011 kl. 09:31

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það varð smá kerfisbreyting hjá þýska nasistaflokknum 1944.

Sjálfsagt má deila um hverjar afleiðingarnar hefðu orðið ef ekki.

Níels A. Ársælsson., 18.6.2011 kl. 09:55

6 identicon

Ólafur Örn mælir vel og sammála Bensa að inngrip í markaðsmál orka tvímælis, fiskverkendur verða að geta farið þá leiðir sem hagstæðastar eru.  Sigurgeir er orðþungur sem fyrr og tek ég undir að veiðrétturinn er árhundraða gamall réttur sjávarbyggðannna og íbúa þeirra.  Þann rétt þarf að færa til baka.  Framsalið er einn stærsti þátturinn í aungstöðu byggðanna í dag og það ber að afnema.  Varðandi stjórnlagaráðið og skipan þess ákvað alþingi að fara þessa leið til að halda lífi í þeirri hugmynd að ný stjótrnarskrá liti dagsins ljós, stjórnarskrá samin af utanþingsfólki.  Deila má um þá tilhögun að skipa þá 25 sem kosningu hlutu til stjórnlagaþings.  Hinsvegar líta nú dagsins ljós hugmyndir sem annars hefðu legið í þagnargildi og sjálfur tók ég þátt vegna þess að mér finnst þetta spennandi kostur fyrir þjóðina.  Spillingin liggur annarsstaðar en í ráðgefandi sjórnlagaþingi og þeir sem sjá rautt í tilveru þess ættu að finna sér verðugra mein, nefni kvótakerfið sem dæmi, Sigurgeir.

Kveðja, LÁ   

lydurarnason (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 17:16

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnaður hælkrókurinn sem Alþingi brá og lagði hæstarétt.

Eins og sjállarnir voru nú búnir að berjast gegn þessari stjórnarskrárvinnu og eins og þeir héldu að þeir væru búnir að tryggja alræði Flokksins með nákvæmri skipan dómara í hæstarétt!

Von að mönnum sárni!

Hvenær skyldi koma að því að hægt verði að rita "hæstiréttur" með stórum staf?

Árni Gunnarsson, 18.6.2011 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband