ÁLIT OECD.

Málsverjendur kvótakerfisins halda ónýtum málstað sínum hvatlega á lofti, ekki bara hér heima heldur einnig utanlands.  OECD telur best að láta kerfið óáreitt í nafni hagkvæmni, óréttlátur gjafagjörningur vegi minna.  Árni Páll, viðskiptaráðherra, kvað upp úr að hann væri þessu í grunninn sammála.  Áróðursbombur fyrir óbreyttu kvótakerfi sem daglega dynja á þjóðinni virðast hrífa og sannfæring ríkisstjórnarinnar dvínar að sama skapi.   Þátttaka fjölmiðla í þessum blekkingarleik gefur glögga innsýn í gangverk spillts ríkis. Sem minnir á annað álit OECD stuttu fyrir hrun, nefnilega að Ísland væri tiltölulega laust við spillingu.   Þó upphaflegur gjafagjörningur veiðiheimilda sé látinn liggja milli hluta er títtnefnt hagræði óþekkt hjá þjóðinni nema af afspurn.   Eins og síbyljandi popplag sem markvisst er haldið að þjóðinni ómar áróðurssveit LÍÚ í eyrum landsmanna.  Þessi firnasterku hasmunasamtök reka svo sannarlega ekki bara útgerðir á hafi úti.  Þetta ætti fólk að hafa í huga sem og þau borðliggjandi rök fyrir breyttri fiskveiðistjórn sem stjórnarflokkarnir hömpuðu fyrir kosningar.  Staðan hefur ekkert breyst síðan, einungis staðfestan.  Láti stjórnarflokkarnir hrekjast undan fýlubombum hagsmunaaðila er miklu betra að fá grímulausum stjórnartaumana í hendur.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þau guggna núna, fær Besti flokkurinn hreinan meirihluta eftir næstu kosningar, það er morgunljóst.

Við krefjumst:

1. Allar togveiðar á skipum yfir 20 metrum og meira en 750 hestöfl verði bannaðar.
2. Rofin verði með lagatilskipun tengsl milli veiða og vinnslu.
3. Allur fiskur fari á markað.
4. Fiskimiðin verði tengd byggðunum beint, t.d. fái Vestfirðingar einir að veiða á miðunum frá 65°20´norður til 21°vestur.

Bensi (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 21:11

2 identicon

Allt er eins og áður nema þú ert í Hafnarfirði og ég í Köln.

Bróðir sem barðist (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband