BRAUÐMYLSNUPÓLITÍK.

Þéttbýli og dreifbýli, blessuð sveitin og borg mín borg.  Oft og einatt er þessum landstæðum stillt upp sem andstæðum, annað gengt hinu. Margir segja jafnt atkvæðavægi mannréttindi og ekki megi hvika frá slíku vegna byggðasjónarmiða.  Á móti má spyrja hvort nokkru skiptir fyrir suðvesturhornið þó fleiri þingmenn komi þaðan, þegar er af nógu að taka og pólitískt vægi svæðisins ekki í hættu.  Sum landshorn mega hinsvegar illa við að missa sína einu rödd.   Einnig hefur suðvesturhornið aukinn pólitískan slagkraft vegna stjórnýslunnar sem þar er staðsett að meginhluta.  Grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar er á hinn bóginn að miklu leyti landsbyggðarinnar og fjárstreymi frá henni til Reykjavíkur.  Með því að auka fjárstjórnarvald sveitastjórna og færa ákvörðunarvald í eigin málum þangað mætti koma á betra og eðlilegra jafnvægi milli bæja og borgar.  Þá dytti út þessi félagslegi þáttur sem margir tengja landsbyggðinni og hún fengi að spreyta sig á eigin forsendum.  Þessu ætti stjórnsýslan að velta fyrir sér, ekki sízt sveitastjórnarmenn sem víða virðast heillum horfnir þegar kemur að sjálfsbjörginni heima fyrir.  Sú brauðmylsnupólitík sem rekin er á landsbyggðinni á svo sannarlega ekki bara rætur sínar að rekja til suðvesturshornsins, hún er illvígt innanmein heima fyrir. 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú segir að jafnt atkvæðavægi séu mannráttindi.Það er ekki jafnt atkvæðavægi til þings í mörgum mestu lýðræðisríkjum heims, eins og til að mynda Sviss, Þýskaland, USA og Noregur, Bretland, Danmörk.Ég legg til að þú rekir þetta ofan í þessa "mörgu" sem þú ert að vitna í.Það eru uppi kröfur´og umræður  á Landsbyggðinni, um að Íslandi verði skipt upp í fylki við endurskoðun á stjórnarskránni.Það kom líka til umæðu á miðri síðustu öld.Þið í stjórnlagaráði verðið að gæta að því að sveitarfélög á Landsbyggðinni geta hvenær sem er gert höfuðborgarsvæðið valdalaust með því að kjósa sér nýtt þing og sett ríkisstjórn yfir landið sem yrði kosin á landsbyggðinni.Það yrði þá bara svæðið í kringum Seltjarnarnesið, frá Hvalfirði að Straumi sem þú og félagar þínir á höfuðborgarsvæðinu réðuð yfir.Ætli það færi þá ekki úr ykkur mesti gorgeirinn í "stjórnlagaráðinu.

Sigurgeir Jónsson, 27.6.2011 kl. 21:35

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það væri ekki galin hugmynd að nýtt þing Íslands yrði staðsett á Þingvöllum en ekki í hrunborginni Reykjavík. Það væru allavega meiri líkur á því að þing með þá staðsetningu hefði skýrari hugsun en það þing sem skautar framhjá æðsta dómstól Íslands með því að skipa fólk til að endurskoða stjórnarskrá landsins sem Hæstiréttur hafði úrskurðað að hefði ekki verið kosið til þess af þjóðinni.

Sigurgeir Jónsson, 27.6.2011 kl. 21:46

3 identicon

Sæll, Sigurgeir.  Ég er ekki talsmaður jafns atkvæðvægis nema fyrst komi til sjálfræði og fjárstjórn í heimbyggðum.  Fagnaðu stjórnlagaráðinu fremur en að hengja þig í klíkukosinn hæstarétt, í ráðinu eru margir fulltrúar landsbyggðarinnar og taka fram því rislitla sveitstjórnarfólki sem hafnar allri sjálfsbjörg í þágu sérhagsmuna.  

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband