GRIKK EÐA GOTT?

Nú fá grikkir þjóðaratkvæðagreiðslu í anda Ólafs Ragnars Grímssonar.  Forkólfar evrópubandalagsins eru slegnir og bjuggust ekki við þessu óvænta útspili gríska forsætisráðherrans.   Heyrst hefur að hann sé að firra sig ábyrgð en það tel ég rangtúlkun.  Eðlilegt  er og sjálfsagt að sú þjóð sem björgunarpakkinn er ætlaður fái að tjá sig um hann.  Annað væri fratyfirlýsing og fyllilega sjálfsagt að þjóðin ákveði sjálf hvað sé grikkur og hvað sé gott.  Nú fer í gang umræða og þjóðarvilji mun endurspegla niðurstöðuna, sem sagt lýðræðislegt og ábyrgt.  Samþykki grikkir björgunarpakkann mun það styrkja grunn evrópusambandsins en höfnun gæti teflt evrusamstarfinu í tvísýnu.  Fyrir Ísland er gott að fá þessa hluti á hreint og því fagna ég lýðræðislegri afstöðu gríska forsætisráðherrans. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála og gott að sjá þig aftur hér á Moggabloggi Lýður minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2011 kl. 14:26

2 identicon

Mættur á ný eftir sumarhlé.

lydurarnason (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 11:26

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Lýður. Hjartanlega sammála þér.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.11.2011 kl. 11:26

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLott er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2011 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband