LEYFUM RYKINU AÐ SETJAST.

Sorg norðmanna er mikil og eiga þeir samúð okkar allra.  Svona atburðir virðast árleg plága og þessi ristir mjög djúpt.  Einu tók ég eftir, ógætilegum yfirlýsingum.  Strax var augum beint að múslimskum hryðjuverkahópum og það jafnvel ámálgað þó ekkert lægi fyrir.   Geld mikinn varhug við þessu og jafnan betra að leyfa rykinu að setjast áðuren yfirlýsingar eru gefnar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því er ég fullkomlega sammála að betra sé að leyfa rykinu að setjast áður en yfirlýsingar sem þessar eru gefnar.

Það var þó ekki alveg að ástæðulausu, í þetta sinn, sem að sjónir manna  beindust að íslömskum hryðjuverkahópum. Maður sem (e.t.v.) villti á sér heimildir og þóttist vera Abu Suleiman al-Nasser, kunnur íslamskur bókstafstrúarmaður með tengsl við Al-Qaeda og önnur hryðjuverkasamtök, lýsti ábyrgðinni á hendur lítt þekktra samtaka. Tilkynninguna birti hann á spjallsvæðinu Shmukh, en það er eitt helsta spjallsvæði þeirra sem trúa á heilagt stríð og styðja Al-Qaeda.

Í kjölfarið slóu fjölmiðlar víðsvegar um heim þessu fram og eðlilega beindust því sjónir manna í þessa átt. Því miður!

Sigurður (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 20:51

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Rétt er það, Lýður, að réttara væri að leyfa rykinu að setjast.

En ég viðurkenni ótilneyddur að ég var einn þeirra sem sló því föstu með sjálfum mér að hér væru múslimir að verki. Að vísu áður en ódæðið í Útey kom í fréttirnar. Því sjálf sprengingin í Oslo bar svipmót þeirra ódæðisverka sem múslimir fremja vítt um veröld, handahófskatastrófu hleypt af stað án þess að með nokkru móti sé hægt að sjá fyrir um alvarleika afdrifanna.

Í krafti þeirrar þumalfingursreglu öfga-múslima að ekkert gerist nema Allah vilji það. Og hann velji þá sem hann kýs sem verkfæri til að koma vilja sínum fram; aum mannskepnan verður bara að sæta því.

Ég vona svo sannarlega að meirihluti þeirra sem játa íslamska trú séu í hjarta sínu mótfallnir þeim ódæðisverkum sem framin eru undir þessari skikkju. 

En mér þykir verulega skorta á að þeir gangi fram og fordæmi voðaverkin sem framin eru í nafni trúar þeirra.

Við skulum líka muna að hryðjuverkin hafa ekkert með trúarbrögðin sem slík að gera. Þau eru bara yfirvarp geðbilaðra illmenna.

Einmitt þess vegna er það svo grátleg mótsögn ef rétt er eftir Breivik haft að hann sé að einhverju leyti að reka hnýflana í íslam -- og beitir svo sjálfur samskonar fantabrögðum og þeir sem þar hafa sig mest í frammi.

Sigurður Hreiðar, 24.7.2011 kl. 11:25

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það vekur athygli að ekki hefur komið í fréttum að ríkisstjórn sem telur sig ríkisstjórn Palestínu hefur ekki fordæmt verknaðinn.

Sigurgeir Jónsson, 24.7.2011 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband