BANANALÝÐVELDI OG RÆNINGJABÆLI.

Rétt um þrjú ár eru liðin frá hruni.  Rannsóknarskýrzla alþingis er líkast bezta nálgunin á atburðarrásina og niðurstaða hennar sú að nánd stjórnmálastéttarinnar við helstu gerendur á fjármálamarkaði var of mikil.  Alþingi sótti aðeins forsætisráðherrann sjálfan til saka og miklar líkur virðast á sýknun.  Hinir sakborningarnir sitja á þingi, í Róm og nú Afganistan.  Þannig virðist stórkostleg glámskyggni stjórnmálamanna ekki hamla áframhaldandi lúxusferðalagi þeirra á vegum skattgreiðendanna sem þeir brugðust.  Hvert sem litið er má sjá stjórnmálamenn hrunsins, annaðhvort ennþá á alþingi eða í feitum stöðum annarsstaðar.  Samtryggingin er augljós, þeir mæla hver með öðrum og flokkarnir sjálfir velja sína frambjóðendur.  Glufan til breytinga er þröng og þannig vill fjórflokkurinn hafa það áfram.  Hvað viðskiptalífið snertir hefur ekkert hinna fjölmörgu mála sérstaks saksóknara leitt til fangelsisdóms, ekki enn.  En lagaramminn er gisinn og því óhægt um vik.  Helstu gerendur hrunsins leika þannig lausum hala og þó þeir skili af sér tómum þrotabúum eru þeir langlíklegustu kandídatar næstu uppsveiflu og sumir þegar byrjaðir.  Skilaboðin eru skýr:  Ísland er er að festa sig í sessi sem bananalýðveldi og ræningjabæli. 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt og áfram heldur þetta endalaust þangað til við tökum sjálf til hendinni og hreinsum út. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2011 kl. 22:48

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já hvað þarf til að fólkið sameinist í nýtt stjórnmála afl sem getur rutt brautina fyrir vilja fólksins og bætt hagsmuni hins almenna borgara.

Nú liggur fyrir landsfundur stærsta stjórnmálaflokks landsins. Menn læðast með farsímann og nota hótanir og eða blíðuhót til að fá menn til liðs við öfgaöflin frá Davíðs tímanum. Hvað skildi Lansfundurinn kosta þá sem hafa mest að verja.

Fólkið verður að skilja að verið er að stela fjöreggi þjóðarinnar og allt verður að gera til að stöðva það ferli.

Ólafur Örn Jónsson, 15.11.2011 kl. 11:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég bind mínar vonir við grasrótina og smáflokkana, ef þeim tekst að koma sér saman um sameiginlegt framboð, samstarf en ekki endilega samruna.  Með Lilju og fleiri samtökum sem hafa unnið vel að málum fólksins eins og HH til dæmis, þá tel ég að það geti verið sterk útkoma.  Það þarf bara að vinna stjórmálasamþykkt sem er þannig að hún virki og sé vel negld niður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2011 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband