ÓTILTEKNIR ÚTVEGSMENN OG ÓTILTEKINN BORGARI.

Ótilteknir íslenzkir útvegsmenn fara mikinn í auglýsingum þessa haustmánuði.  Allsstaðar er því flaggað að betra sé að raska sem minnst þeirra eigin einokun að fiskveiðiauðlindinni.  Hún tryggi best hagsmuni þjóðarinnar og betur en uppstokkun með jafnræði að leiðarljósi.  Þó liggur fyrir að  ótilteknir útvegsmenn hafa í samvinnu við banka (sem þeir stjórnuðu sumum sjálfir) stýrt verði aflaheimilda og veðhæfi.  Þannig hefur arður atvinnugreinarinnar verið úttekinn fyrirfram.  Og nú standa yfir afskriftir.  Það sem verra er er að heilu stjórnmálaflokkarnir bíða þess eins að færa útgerðarmönnum aftur hringekjuna í hendur og tryggja þar með sínar mjólkurkýr.   Hingað til hefur maður ekki dregið sjálfstæði RÚV í efa en þegar auglýsing "borgara" sem lýsir andstæðum sjónarmiðum við íslenzka  útgerðarmenn er sett í salt staldrar maður við.    Hvers vegna mega ótilteknir útvegsmenn flagga sínu en ekki ótiltekinn borgari?
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt var einmitt að lesa mér til um þetta.  Og ég verð að segja að auglýsingar L.Í.Ú. sem hafa dunið yfir landsmenn núna undanfarinn mánuð eða svo eru þvílíkt hallærislegar eins og að Útvegsmenn séu undirstaða sjávarplássa á Íslandi, Ójá eru þeir það?

Veit ekki betur en að slíkir geti líka kippt fótum undan byggðum landsins ef þeim sýnist svon, eða hvarnig var þetta aftur á Flateyri hér fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar? Nei það þarf virkilega að taka á þessum málum og koma því algjörlega á framfæri svo ekki verður um villst hverjir eru mestu hamfaraslóðarnir í sjávarþorpum á Íslandi í dag.  Og megi þeir skammast sín sannarlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2011 kl. 23:25

2 identicon

Hér er hlekkurinn á pistil Einars Steingrímssonar um málið í heild: 

http://blog.eyjan.is/einar/2011/11/19/politisk-ritskodun-a-ruv-fyrir-liu/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 00:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Pétur Örn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2011 kl. 10:36

4 identicon

Mín er nú bara ánægjan Ásthildur að benda á pistil Einars, því hann hefur í bloggpistlum sínum á eyjunni verið mjög duglegur við að benda á mjög margt sem aflaga er í stjórnsýslukerfinu og stofnunum þess ... "Nýja Ísland" hvað?  Hann á heiður skilið fyrir dugnað og þor. 

Hér fjallar hann um áframhald þessa máls: 

http://blog.eyjan.is/einar/2011/11/22/meira-um-thjonkun-ruv-vid-liu/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 15:44

5 identicon

Hversvegna er fiskverðlægst á Islandi ? --- " í Færeyjum greyða vinnslustöðvar 120% hærraverð fyrir síld en fæst á Islandi.  Verðið er ákvarðaðeinhliða af útgerðinni sem á bæði skip og útgerðina".  Þetta segir Guðmungur Ragnarsson, form. Félags vélstjóra og málmtæknim innananna. Guðmundur segir, að í hagkerfi frjálshyggjunar sé markaðurinn talinn besta leiðin til að tryggja samkeppni og hagkvæmni en það gildir EKKI innan sjávarútvegs á Islandi.  Hér á landi hvílir leynd yfir því verði sem fæst. -----Það verður aldeilis sullum gums þegar blaðran spryngur.     

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 19:03

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég sé það Pétur hafðu þökk fyrir að benda á þetta.

Doddi já það verður fnykur þegar blaðran loksins springur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2011 kl. 19:08

7 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það er að verða hálfgerður háðung að þessi þjóð skuli ekki ná að afnema þessa kvótavitleysu og koma í veg fyrir einokun í atvinnugreinunum. Hvað er fólk að hugsa? Ætla menn að láta fámenna klíku ná eignarhaldi á afla- og vinnslu heimildum og þar með kom í veg fyrir að hérna verði hagvöxtur sem dugar fólkinu sem búið er að svívriða með eigna upptöku?

Varðandi fiskverð hér og erlendis er það hneyksli hvernig stolið hefur verið af sjómönnum og þar með þjóðinni allri með skömmtun á fiskverði til skipanna. Þetta er allt skrípaleikur og eru allar stærstu útgerðirnar með sín eigin sölusamtök til að geta haldið þessum skollaleik með verðið leyndu. 

Að hafa náð að stela 30% framhjá skiptum var ekki nóg fyrir þessa kóna heldur eru þeir á fullu að tryggja að einokun þeirra á mörkuðunum í Evrópu gefi þeim kost á að skammta sínu fólki laun hérna heima. Íslenskir sjómenn eru þeir læst launuðu miðað við landað tonn í Skandinavíu.  Það gerir "hagræðingin" sem alltaf er verið að dásama milli þess sem óðaskuldirnar eru afskrifaðar.

Sannleikurinn um kvótann verður alltaf brotinn niður og því miður eru margir sem taka ljóst og leynt þátt í því að fela það sem fer fram bak við tjöldin í þessu þjóðfélagi. 

Ólafur Örn Jónsson, 22.11.2011 kl. 22:08

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég þekkti mann sem nú er látinn, sem var að opinbera svona kvótasvindl, það var búið að taka upp þátt sem ég man ekki hvað hét lengur.  Sá þáttur með honum var stoppaður af, og síðan var þátturinn í heild lagður niður, þeir voru komnir óþæglega nálægt sannleikanum.  Svona er lífið á Íslandi í dag, eintómt svindl og nýðingsskapur á landsmönnum, fyrir nokkra stórútgerðarmenn og sláturleyfishafa og svo auðvitað útrásarvíkinga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2011 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband