24.11.2011 | 00:01
ÚTVARP ÚTVEGSMANNA, GÓÐAN DAG.
Borgarinn, Einar Steingrímsson, hefur heldur betur ruslað til hjá okkar háttvirta ríkisútvarpi. Stofnunin birti vikum saman auglýsingar ótiltekinna útvegsmanna sem kveða á um að óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi þjóni þjóðinni best. Núverandi ríkisstjórn var þó ekki sízt kosin einmitt til að breyta. Því engin furða þó ótiltekinn borgari svari með eigin auglýsingu og mótmæli útvegsmönnum. Og þegar ekki gekk að ýta borgara út af borðinu var umræðan stöðvuð með því að loka líka á útvegsmenn. Ríkisútvarpið hefur þannig leyft einhliða umfjöllun vikum saman en lokar þegar andstæð sjónarmið berast. Þau rök að bein pólitísk skilaboð eigi ekki heima í auglýsingum ríkisútvarpsins giltu ekki fyrr en borgari tók sig til, fram að því voru þau óátalin. Þetta er ekki bara álitshnekkir fyrir RÚV heldur stöðumat fyrir þjóðina alla.
LÁ
Athugasemdir
Já þetta er til háborinnar skammar, og það eina sem við getum gert að að hafa nógu hátt um þetta svo þeir ef til vill roðni svolítið í framan og skammist sín ef þeir þá kunna það lengur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2011 kl. 00:40
Eigum við ekki bara að taka höndum saman um að láta selja þessa útvarpsstöð og losa okkur undan skattpíningunni sem henni fylgir?
Helgi Kr. Sigmundsson, 24.11.2011 kl. 09:45
Jú svei mér þá, það væri ráð. Talandi um öryggistæki, þá brást þetta apparat þeghar jarðskjálftarnir urðu á Suðurlandi hér um árið. Svo þá fór sú röksemd út um gluggann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2011 kl. 10:15
Ásthildur! Þú veist það að fótbolti gengur fyrir öllu hjá Ríkisútvarpinu, það gengur alls ekki að láta smámuni eins og jarðskjálfta trufla útsendingu á fótboltaleik. Það lærði ég þarna um árið.
Dagný (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 10:33
Nákvæmlega Dagný. Nákvæmlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2011 kl. 10:40
Mér sýnist nú málið vera það að útgerðarmenn verða að borga fyrir að koma sýnum sjónarmiðum á framfæri í RÚV. Fréttaflutningur þar á bæ snýst aðalega um að verja gjörðir ríkistjórnarinnar og ESB áróður. Það er nú svo komið að ég tek undir sjónarmið ykkar um að selja RÚV þar sem mér blöskrar oft fréttamat þeirra.
Ragnar Gunnlaugsson, 24.11.2011 kl. 10:43
Tek undir með mínum fyrrum samstarfsmanni, Helga Kr. Sigmundssyni, að ekki sé lengur þörf á útvarpsrekstri ríkisins. Þessum aurum er hægt að verja betur og skattpíningin er þegar ærin.
lydurarnason (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.