STEINGRÍMUR ODDSSON.

Ráðherrar og þingmenn lasta nú margir  forsetann og segja ákvörðun hans í dag einhverskonar skrumskælingu á lýðræðinu.   Forsetinn bendir hinsvegar á stjórnarskrárvarinn málskotsrétt sinn og rökstuddi vel úrskurðinn.  Þjóðin er enn klofin í afstöðu sinni gagnvart icesave og því eðlilegt að hún fylgi málinu eftir.  Orð fjármálaráðherra í dag og forundran eru afsteypa fyrrum forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, þegar fjölmiðlafrumvarpið fékk sömu útreið.  Vangaveltur Steingríms um málskotsréttinn ættu að vera víti til varnaðar og ráðherrann gangandi sönnun þess að vald spillir fljótt og vel.  En að meirihluti alþingis hafi varnað þjóðaratkvæðagreiðslu og ætlað að troða hentilýðræði sínu á þjóðina er ekki bara yfirgangur heldur ber einnig dómgreindarleysi vott.  Enn lætur þingheimur forsetann hafa vit fyrir sér og grefur hressilega undan eigin trausti.  Vona ríkisstjórnin gefi nú þjóðinni nokkra mánuði til að glöggva sig á því sem í boði er og hrapi ekki að neinu.  Nóg er nú samt.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha ...góður .............

Níels A. Ársælsson., 21.2.2011 kl. 08:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er afar ánægð með forseta vorn.  Lýðræðið hefur sigrað kúgunarvald stjórnvalda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2011 kl. 11:07

3 identicon

Forsetinn var greinargóður og rökfastur þegar hann flutti yfirlýsingu sína.

Úlfahjörð fjölmiðlamanna sem 90% eru hallir undir ICESAVE ánauðina og ESB helsið, reyndu allt hvað af tók að skjóta forsetan í kaf.

En hann hristi þetta af sér eins og gæs hristir af sér vatn og tók þá jafnframt í kennslustund í lýðræðislegri stjórnskipan landsins.

Það var skondið að sjá þessa úlfahjörð nötra og engjast um í eigin snöru, af því að þeir sáu og fundu strax að þeir hefðu ekki roð í forsetann !

Hann hreinlega jarðaði þá !

Best þótti mér þegar hann sagði að sumir héldu því fram sem rökum að alls ekki mætti hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um ICESAVE af því að málið væri svo flókið.

En margir þessara sömu aðila sem þessu héldu fram, stefndu samt sem áður að því að hafa hér þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB málið, sem væri þó miklu stærra og flóknara mál.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 11:11

4 identicon

Lýður ég vil fá þig inná Alþingi. Nú þurfum við algjörlega endurnýjun þar,og þú þangað takk.

Númi (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 11:11

5 identicon

Forsetinn hefur sýnt afburða stjórnkænsku í icesave og er kannski að reyna að bæta fyrir glámskyggni sína gagnvart útrásarvillingunum.  Aðrir ráðamenn mættu taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum.   Hvað alþingisvist varðar þakka ég Núma traustið og aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.  En vissulega er þörf á úthreinsun og það almennilegri.

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 12:43

6 identicon

haltu þig við í öruggri fjarlægð frá Alþingi þú ert góður að setja út á menn sem eru að vinna fyrir þjóðina. Að þú skulir halda þig vita betur er einungis brandari. það var 70% stuðningur við þennan samning og er grátlegt að forsetinn sjái ekki að sér. En svona er lífið, við þurfum að þola forsetann og þig, og þú getur verið ánægður að vera í þeim félagsskap

Daddi (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 12:45

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvar hefur það komið fram að 70% styðji þennan samning?  Og ef svo er er það þá ekki bara besta mál fyrir þá sem vilja greiða hann?  Við hvað eru menn hræddir?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2011 kl. 14:00

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Forseti Íslands er ekki fyrrum netamaður af frystitogara eða uppgjafa bílstjóri frá Siglufirði. Ólafur Ragnar er einn best menntaði stjórnmálamaður okkar og býr að lengri reynslu af stjórnmálastörfum en nokkur annar Íslendingur. Við skulum gæta afar vel að orðum okkar áður en við vörpum að honum köpuryrðum vegna pólitískrar heimsku, pólitískrar skammsýni eða heimsku.

Við megum vera með það á hreinu góðir hálsar að forsetinn tók þessa ákvörðun vel undirbúinn og með allar bestu upplýsingar til hliðsjónar. Líklega eiga fáir betri aðgang að færum sérfræðingum í þeim álitaefnum sem þarna er teflt um. 

Árni Gunnarsson, 21.2.2011 kl. 15:41

9 identicon

Ekki veit hvaðan Daddi fær þessi 70% og nenni ekki að taka þátt í persónulegu hnútukasti, allra sízt við nafnlausa.

lydurarnason (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband