EINHLIÐA RÉTTUR RÍKIS SAMKVÆMT EES.

Strax heyrum við hótanir um efnahagslega þrautagöngu framundan vegna ákvörðunar forsetans.  Furðulegt að virða ekki lýðréttindi ríkja og raunar umhugsunarvert hvers vegna bretar og hollendingar hrís svona hugur við dómstólum.  Kannski er það vegna eftirfarandi klásúlu úr EES-samningnum: 

Ef hætta er á alvarlegum efnahagslegum eða þjóðfélagslegum erfiðleikum sem líklegt er að verði viðvarandi, getur aðildarríki gripið einhliða til viðeigandi ráðstafana.

Gerum okkur grein fyrir að miðað við mannfjölda toppaði fyrri icesavesamningurinn kröfur þær sem gerðar voru á þjóðverja eftir fyrra stríð og höfðu þó lagt alla Evrópu í rúst.   Og samt sögðu stjórnvöld ekki völ á öðrum betri.  Sú afstaða hefði við eðlilegar þjóðfélagsaðstæður verið frágangssök.  Nú er sami söngurinn kyrjaður, í mínum huga evrópuþjónkun sem taka ber með varúð.  

LÁ 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Tillitssemin við hina erlendu kröfuhafa er mjög mikil og studd þeim rökum að þetta sé hið ærlega að gera í stöðunni. Það hafi verið okkar skíthælar sem ollu skaðanum og samfélagið sem þeir spruttu upp úr beri  ábyrgð á þeim.

Þeir sem lengst ganga í þá átt að vilja friðmælast við Breta og Hollendinga eru þeir sömu og eru ákafastir í aðild að Evrópusambandinu. Þú kallar það evrópuþjónkun og ég held að það sé bara réttnefni!

Flosi Kristjánsson, 22.2.2011 kl. 21:54

2 identicon

Hvar í samningnum?

marat (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 22:26

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eftir að horfa á Kastljós kvöldsins, er ég hissa á því að ennþá finnist borgunarsinnar.  Mér finnst að ekki eigi að brjóta íslensku stjórnarskrána og íslensk lög, til þess að þjónkast ESB aðildarsinnum...  Auðvitað eiga Bretar og Hollendingar að sækja rétt sinn, í gegn um dómskerfið...  Ég væri líka alveg til í það að senda þeim Björgólf Thor og vini hans í LB til eignarupptöku og ákæru....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.2.2011 kl. 00:32

4 identicon

Sammála, Flosi, varðandi linku evrópusinna og vona við fáum nú upplýstari umræðu en hingað til.   Marat, þessi klásúla er í 4.kafla EES-samningsins um Öryggisráðstafanir, 112 grein.  Jóna, held dómstólalei'in sé ekkert til að hræðast nema hún mun ábyggilega erkki falla ín góðan jarðveg hjá viðsemjendum okkar fyrrverandi.

lydurarnason (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 03:59

5 identicon

Mjög athyglisvert og sýnir hvað stærstur hluti hinnar pólitísku stjórnsýslu virðist fyrir löngu horfinn með höfuðið ofan í sandinn og lætur nú sem hér hafi ekki orðið kerfishrun.  Stjórnsýslan hér virðist telja hag sínum best borgið með að samþykkja og láta eins og ekkert hafi gerst ... var einhver að tala um Rannsóknarskýrslu Alþingis ... bara allt ílagi og allt í plati, rassagati?

Hér á bara að láta eins og ekkert hafi skeð haustið 2008  Minnir mig einnig á það, að margir réttsýnir lögspekingar, innlendir sem erlendir, hafa sagt það lengi að okkur beri engin lagaleg skylda til að borga Icesave.

Nú síðast skrifar svo leiðarahöfundur WSJ um það að við eigum ekki að fara á krossinn fyrir syndir hins alþjóðlega fjármálaheim.

Er nema von að við spyrjum spurningar um það hverra erinda spillt og vanhæf íslensk stjórnsýsla gengur?  Deutsche Bank og Björgólfs Thor og að fá gott veður hjá Brussel alríkisstjórninni?  

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband