SÍÐASTA HÁLMSTRÁ RÍKISSTJÓRNARINNAR.

Dagar óbreytts kvótakerfis eru senn taldir.  Meðvitund almennings hefur stóraukist hvað þessi mál áhrærir enda tala staðreyndir sínu máli.  Málsvarar engra breytinga hafa misst trúverðugleikann og í öllum flokkum er vaxandi vilji til breytinga.  Því verður fróðlegt að fylgjast með útspili sjávarútvegsráðherra á næstu dögum og hvernig breytingar hann boðar.   Lánleysi ríkisstjórnarinnar hefur verið algjört á síðustu mánuðum og henni lífsnauðsynlegt að koma einhverju stefnumála sinna sómasamlega frá sér.  Við blasir að örva atvinnulíf um land allt með frjálsum strandveiðum og einnig er lag að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með auknum heildarkvóta og yrði viðbótinni úthlutað með nýju sniði.  Ríkisstjórnin hefur tvö ár til að sannreyna boðaða leið í sjávarútvegi og gengur vonandi óhrædd þann veg.  Í þessu er allt að vinna, bæði fyrir þjóð og stjórn.
 
LÁ 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sjá þessar  neðanmáls tilvitnanir í viðtal við Einar K. Guðfinnsson fyrrum sjávarútvegsráðherra í ítarlegu viðtali í Fiskifréttum þann 02.05.2008, vegna álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

“Ég get ekki séð að álit mannréttindanefndar SÞ kalli á róttækar lagabreytingar.

Ég útiloka þó ekki að einhverjar breytingar kunni að vera nauðsynlegar vegna þess,“.

Í sjávarútvegsráðuneytinu er nú unnið að svari Íslands við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið samræmist ekki mannréttindasáttmála SÞ.

Einar segir að við verðum að hafa það í huga að hér séu gríðarlegir efnahaglegir hagsmunir í húfi.

“Sjávarútvegur er veigamesta atvinnugrein okkar og til að þar náist árangur þarf greinin að búa við eins mikinn stöðugleika og kostur er.

Ég legg áherslu á að allar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eiga að vera þróun en ekki kollsteypur.“

"Einar segist reyndar hafa miklar efnislegar athugasemdir við niðurstöður nefndarinnar og hann telur að þar hafi verið skautað yfir flókið mál".

 “Einhverra hluta vegna áttaði meirihluti nefndarinnar sig ekki á því að miklar aflamarkstilfærslur hafa orðið frá því að aflamarkskerfið var leitt í lög 1983,“ segir Einar.

Tilvitnun lýkur.

Af þessu má ráða hvaða mann fyrrum sjávarútvegsráðherra hefur að geyma, hann telur sig þess umkominn að setja oní við Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.

Níels A. Ársælsson., 23.2.2011 kl. 07:54

2 identicon

Já það eru fleirri að átta sig. Ég hef nú alltaf haldið að við veiðum ekki síðasta þorskinn en hins vega getur hann drepist úr hor eða vegna breittra aðstæðna í hafinu. Það kom mér á óvart sem kom fram í RUV fyrir nokkru þar sem Björn Valur sérstakur talsmaður óbreitts kerfis, Finnbogi Vikar og Jón Steinarsson voru að ræða um kvótakerfið, að aðeins 250 aðilar ráða öllum kvóta við Íslandsmið. Björn Valur vikapiltur taldi alveg óhugsandi að bilta þessu kerfi þar sem þá færi allt á hausinn. En hagfræðingurinn benti á að ef kvóta væri úthlutað af ríkinu fyrir eðlilegt gjald færu tekjur ríkisins af kvótanum úr 3.0 milljörðum í 25,0 og það gæti vissulega verið að 250 aðilar færu á hausinn, en áfram yrði fiskur veiddur á Íslandsmiðum.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 09:24

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það er bara svo skrítið með margt af þessu fólki að það er orðið hugsjúkt. Peningarnir sem menn sjá í Brúttó tekjum eru búnir að blinda þetta fólk eins Einar og alltof marga af hans flokksfélögum. Þeir gleyma hugsjónum um réttlæti og framgang þjóðarinnar eina sem kemst að er græðgin og að hygla sérhagsmuna hópum.

Þetta fólk sér ekki spillinguna það lokar augunum fyrir að hér er komið kerfi sem hneppir menn í ánauð eins og í leiguliða fyrirkomulagi aðalsins í Evrópu á miðöldum. Skammsýnin er slík að Einar segist rengja dóm Mannréttinda nefndarinnar í stað þess að leita leiða til að færa Ísland aftur í flokk landa sem virða mannréttindi.

Einu efnahagsleg hagsmunirnir sem eru í húfi snúa að fjölskyldum þeirra aðila sem eru handhafar kvóta í dag og munu ekki geta selt hann á morgun. Þjóðfélagið mun vera mun betra og auðugra ef við breytum yfir í sóknarmark með allan fisk á markað. Byggðirnar munu vakna og peningar byrja að flæða um hagkerfið frá fyrstu hendi í stað þess að vera bundið í höndum fárra eins og í dag. 

Einar er blind málpípa fámennis klíkunnar innan LÍÚ sem vilja ráða og drottna yfir öllu og svífst einskis í viðleitni sinni til að gera kvótann að eign fárra útgerða aðila til eilífðar. Hann og þeir aðilar í forystu Sjálfstæðisflokksins sem tekið hafa sér þetta hlutverk ættu að skammast sín og láta sig hverfa. Það vita allir í dag hvaðan þessi vitleysa er komin og hver borgar fyrir blaðrið. 

Ólafur Örn Jónsson, 23.2.2011 kl. 09:45

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Við verðum að vona að eitthvað vitrænt fari að gerast...

Ágúst H Bjarnason, 23.2.2011 kl. 10:26

5 identicon

Rólegir, herrar mínir, það fer að styttast í vitleysunni, okkar skylda er einungis sú að standa saman þegar á reynir en sundrast ekki út um allt.

lydurarnason (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 11:52

6 identicon

Sæll Lýður.

Það er ekkert samstöðuleysi núna. Hvað meinar þú.

Gæti verið að ný reglugeð verði einungis til að rjúfa þá samstöðu sem verið hefur? Gefa fleirum örlitla sneið svo þeir þeigi.? Kannski. 

Ég er alls ekki bjartsýnn og það er ekkert leyndarmál. 

Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 12:06

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samslgtaða er það sem þarf, en það er þannig að L.Í.Ú. klíkan spilar á græðgina og fær menn til að þiggja mola af borði til að hafa þá góða.

Ef við bara gætum staðið saman um þetta þjóðþrifamál.  Lýst vel á tillögurnar frá ykkur Kristni, Magnúsi Ólafi og fleirum. Gott mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2011 kl. 12:24

8 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Samstaða um að afnema kvótakerfið. Við stjórnun á botnfiskveiðum dugar kvóta stýring engan vegin. Síðan fylgir brottkast og hámarks afrakstur hvers stofns fyrir sig næst aldrei. Og því miður að fenginni reynslu er ekki hægt að treysta neinum til að deila kvóta milli manna, fyrirtækja og byggðarlaga á réttlátan hátt. 

Færeyska leiðin líkist Sóknarmarki Matthíasar Bjarnasonar. Ég vann í þessu kerfi og var með í að móta það. Það var þjált og gerði öllum landsmönnum jafn hátt undir höfði. Menn voru sáttir um Sóknarmarkið. Gátu ekki annað allir sátu við sama borð. 

Markaðirnir sjá síðan um að fiskurinn berst þangað sem fólkið er til að vinna hann. Þarf enga handstýringu frá Ríkinu. Maður sér bara fyrir sér viðsnúninginn sem yrði strax á Vestfjörðum og SV horninu. Ríkisstjórnir eiga ekki að búa til vandamál Ríkistjórnir eiga að leysa vandamál. 

Valið er einfalt fyrir okkur og þjóðina Kvótann eða Sóknarmark. 

Ólafur Örn Jónsson, 23.2.2011 kl. 13:32

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rétt Ólafur! Það er auðvitað alltaf fyrir hendi að berja hausnum við steininn en leiðin til að stöðva brottkastið er einföld og hún er sóknarmark. Þá er blátt áfram enginn hvati lengur til brottkasts.

Árni Gunnarsson, 23.2.2011 kl. 15:45

10 identicon

Guðmundur Bjarnason, þú spyrð um hvað ég meini með samstöðuleysi?  Það virðist algjört í þingsölum og ekki á vísan að róa hver niðurstaða alþingis verður.  Samstaða þjóðarinnar stigvex hinsvegar og hana þarf að virkja í næstu kosningum, það er þetta sem ég á við.  Færeyzka leiðin hlýtur að verða skoðuð og innilega sammála þér, Ólafur Örn, að hafa reglur nýrrar fiskveiðistjórnunar sem almennastar og reyna þannig að lágmarka handstýringu ríkisins. 

lydurarnason (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband