PÚUM Á MOÐREYK SAMTAKA ATVINNULÍFSINS.

Samtök atvinnulífsins auglýsa nú í sjónvarpi ákall sitt um eigin atvinnuleið sem framtíðarsýn þjóðarinnar.  Annað sé verðbólga, vesaldómur og svartnætti.  Atvinnuleiðinni er nýlokið undir stjórn þesara sömu manna og útkomuna þekkja allir.  Atvinnuuppbygging mun aldrei verða sönn né almenn í höndum þrönghagsmunaafla sem sjá ekki ljósið nema ljósaperan sé rússnezk.  Sjálftaka atvinnulífsins, blekking og rányrkja er niðurnegld í hrunskýrzlunum og ótækt að apa hana nú eftir .  Öll þjóðin hefur horft upp á eignarýrnun um a.m.k. helming og myntin okkar orðin óboðleg.  Sé þetta ekki verðbólga þá hvað?  Ríkisstjórnin verður að losa af sér hreðjatak sérhagsmunahópa og banka og gefa spilin upp á nýtt.  Arður auðlinda má ekki enda sem spilapeningur rússnezkrar rúllettu og brýnt að tryggja þjóðina gagnvart slíku.  Púum á moðreyk SA og höfnum þeirra aðkomu að stjórn landsins, ef ekki núna þá hvenær?
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Orð að sönnu! Mér varð óglatt þegar ég sá þessa rándýru áróðurs auglýsingu frá þessum apaköttum.

Davíð Þ. Löve, 2.5.2011 kl. 00:26

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góðan daginn.

Og lesa svo greinina eftir hann Einar K. Guðfinnsson á blogginu í morgun.

Níels A. Ársælsson., 2.5.2011 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband