BANGSAR: FARIдI ANNAÐ!

Gott væri ef ísbirnir hættu nú þessum sundferðum sínum til Íslands og héldu kyrru fyrir á heimaslóð.  Móttökunefndir hérlendis hafa hvergi hikað í öryggisviðleitni sinni og féll þriðji bangsinn á  jafnmörgum árum á Hornströndum í dag.  Held þetta auki hróður okkar hvorki innanlands né utan og spurning hvort ekki sé kominn tími á einhvern viðbúnað.  Fyrst varðskipið er í sólarlöndum hlýtur danski Hrúturinn (Vædderen) að vera til í hreppaflutning á dönskum ríkisborgara í útrýmingarhættu.  Mæli með að næsti björn verði aðeins deyfiskotinn og fraktaður í húsdýragarðinn uns far fæst til Grænlands.  Með þessu væri hægt að ná inn útlögðum kostnaði sem og fylla landann þeirri gleði sem fylgir góðverki áður en tilfinningin endanlega gleymist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já það er sorglegt að við hér á landi kunnum ekkert annað en að drepa svona stórkostleg dýr. Þar sem koma ísbjarna virðist að verða frekar algengt þá ættum við fyrir löngu að vera búin að koma okkur upp búnaði til að fanga dýrin lifandi.

Úrsúla Jünemann, 3.5.2011 kl. 08:20

2 identicon

Vilja Grænlendingar nú fá þá til baka. Þeir vildu ekki fá birnina til baka síðast. Það var kannað eftir að 5 milljón króna búrið kom til landsins. Þá voru þeir ákveðnir og báru við smithættu.

Larus (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband