KJARASAMNINGUR EÐA KVÓTASAMNINGUR?

Kjarasamningar til 3ja ára eru ánægjuleg tíðindi en ætla má að böggull fylgi skammrifi.  Kvótafumvapið er enn óbirt og varla hafa forkólfar atvinnulífsins skyndilega umbreytt stefnu sinni varðandi fiskveiðistjórnunina nema einhver gulrót liggi í fyrrgreindu frumvarpi.  Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum en inniberi frumvarpið áralanga eða ævinlega forgjöf að höfuðauðlind Íslands hverfur árangur dagsins eins og dögg fyrir sólu.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Faðmlag Gylfa og Vilhjálms boðar ekki gott.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 07:32

2 identicon

Er við öðru að búast af þessu fólki. Báðir þessir aðilar hafa verið upp fyrir haus í spillingu og hagsmunapoti. Þetta sjónarspil hjá Vilhjálmi mun koma í ljós fljótlega og þá mun hann segjast "ekki hafa hugmynd um að þetta hefði legið á borðinu" þ.e.a.s. einhverjar tryggingar handa LÍÚ. Almenningur á Íslandsi verður þá alveg steinhissa, eins og venjulega, enda vanur að kyngja hverju sem á borð fyrir hann er borið. Ég vona bara og trúi því, að þú Lýður, ásamt öllu þessu góða fólki í stjórnlagaráði berið gæfu til fyrir þessa þjóð að tryggja það einhvern vegin í stjórnarskrá, að við almenningur á Íslandi séum eignar og  rétthafar allra íslenskra auðlinda, en ekki einhverjar örfáar fjöldskyldur og fyrirtæki.

Kveðja Sigurður

Sigurður Kristján Hjaltestesd (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 09:35

3 identicon

Sammála Koddanum um faðmlagið um leið og ég fullvissa þig, Sigurður, um að auðlindaákvæði er í ofni stjórnlagaráðs.

lydurarnason (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 14:23

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Vonandi tekst ykkur alræðisvaldhöfum fyrr en seinna að veiða alla þorska á þurru landi í ykkar net og koma vitinu fyrir þá. Mun þá ekki allt hitt koma af sjálfu sér? 

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 6.5.2011 kl. 14:57

5 identicon

Held alræðisvaldhöfunum væri nær að tegundatilfæra herlegheitin og gefa veiðina frjálsa utanþings.

lydurarnason (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband