FÓRNARLÖMB ÞRÓUNAR

Óbreytt skal það vera, segja útgerðarmenn, allar breytingar eru ígildi kollvörpunar.  En er það ekki einmit það sem við þurfum, kollvörpun?  Hvaða máli skiptir fyrir þjóðina þó allt þetta lið fari á hausinn og bankarnir afskrifi eitthvað af lánunum sínum?  Hverju myndi þjóðin svo sem tapa?  Menn koma í manna stað, einkaframtakið finnur sér alltaf farveg.   Aðgangseyririnn að sjávarauðlindinni er orðinn svo hár að öll hagkvæmni er löngu fyrir bí, ný hugsun, nýtt verklag og nýtt fólk finnur sér vitrænni verkefni og haslar sér skiljanlega völl í öðrum atvinnugreinum.  Eftir stendur sjávarútvegurinn eins og illa umgengin einkaþota, löngu komin af ratsjá.   Best væri að banna strax allar togveiðar og leyfa aðeins vistvæn veiðarfæri eins og línu.  Hvíla miðin á endalausu skrapi.  Sjálfbærni er það sem koma skal og séu togveiðar á skjön við þá framtíðarsýn verða stórútgerðir að lúta sömu lögmálum og önnur fórnarlömb þróunar, punktur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

heyr heyr

Ársæll Níelsson, 5.6.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband