HJÚKKUBÖGG

Æðstráðendur landsspítala draga út neyðarplanið á verkalýðsdaginn þegar skurðhjúkkur ganga út.    Þær virðast staðráðnar og jafnvel komnar á samning annarsstaðar.  Ástæða útgöngunnar er megn óánægja með nýja vinnutilhögun sem er evrópsk tilskipun.   Vökulög vörubílstjóra sem mjög hafa verið í deiglunni eru af líkum meiði og hafa eins og alþjóð veit valdið miklum titringi.   Læknavaktir landsbyggðarlækna átti líka að sníða að evrópskri fyrirmynd en verið frestað vegna annmarka á framkvæmd þar sem engn afleysing er tiltæk.   Svona tilskipanir skriffinna sem þekkja lítt til grunnvinnunnar er vaxandi vandamál og flæmir fólk unnvörpum úr störfum sem skiptir gangverk samfélaga mun meira máli en misvitrar ákvarðanir miðstýringarvalds.    Kannski mun sjúkrahúsdeilan beina sjónum manna að nýjum leiðum í heilbrigðisþjónustu en hlutverk ríkisspítala verða einmitt það sem nú blasir við:  Að sinna neyðaraðgerðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér sýnist margt benda til þess að Heilbrigðisráðherra sé að rýna fyrir vini sínum þarna á toppinn og ætlar trúlega að gera sjúkrahúsið af ohf. Það er allavegana eitthvað að geast sem engin veit ennþá. Þegar allir verða gegnir út er tækifærið til að einkavæða. Er það ekki stefna hana og hans floks.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 28.4.2008 kl. 01:13

2 identicon

Sæl, Guðrún Þóra.

Eflaust kitlar einkavæðingin sjallana og í mörgu kannski ekki svo galin.  Verst er þó hve mikla þörf þeir hafa að handstýra fyrirbærinu, hvorki er sama hvaðan né hvurs framtakið sé.

LÁ 

lýður árnason (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband