EFTIRLAUNAFRUMVARP ÞINGMANNA

Þegar leikmenn gerast brotlegir í kappleik er gult spjald gefið sem viðvörun.  Virði keppendur það að vettugi er rauðu spjaldi veifað og fantarnir reknir út af.  Eftirlaunafrumvarp þingmanna sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili má líkja við hópslagsmál á knattspyrnuvelli.  Dáðustu menn þjóðarinnar keyrðu í gegn þvílíka móðgun við landslýð að fara þarf allt aftur til ársins 1262 til að finna viðlíka niðurlægingu.    14-2 leikurinn er hreinasta léttvægur í samanburði við þessa eftirlaunaósvinnu.   Skömmin er þingheims alls og sérlega þeirra sem komu af fjöllum.   Og enn er ekki búið að flauta til leiksloka.  Ofbeldið er í fullum gangi og enginn hlustar á dómarann sem vill ljúka leik og reynir að minna leikmenn á loforð sín um iðrun og yfirbót.  Einn varamaður hefur lagt til að eftirlaunaskandallinn verði leiðréttur en kallið nær ekki inn á völlinn, bæði samherjar og mótherjar skellla skollaeyrum.   Dómarinn, þ.e.a.s. almenningur, getur lítið annað gert en leggja nöfn og efndir á minnið, fylgjast með framvindunni og vona að leiknum linni.  Valgerður Bjarnadóttir uppsker vonandi í samræmi við það sem niður fór og tekur fast sæti í liðinu, helst fyrirliðastöðuna. 

LÁ 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það virðist lítill áhugi á að leirétta þetta.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 02:40

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

leiðrétta

Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 02:40

3 identicon

Sæll Lýður.

Er þér sammála.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 03:48

4 identicon

...mætti ég biðja um textann af hinum gagnmerka ljóðabálki: Þórarinn? Hann tekur eitthvað svo mátulega á þessum eilífu vandræðum.

Hrun (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband