TARZAN Í BOLUNGA(R)VÍK

Þegar Tarzan birtist apahjörðinni í frumskóginum fyrst var honum fálega tekið.  Forkólfar hjarðarinnar vildu hann feigan og óx sá vilji eftir því sem apabróðirinn dafnaði.   Rætur mannungans voru jú annarsstaðar, hann þekkti engin mörk og goggunarröðinni því ógnað.   Samt fylgdu þessum nýja félaga nýjungar og öðruvísi sýn á hlutina.   Að endingu tóku aparnir í frumskóginum  Tarzan í sátt og lærðu hvor af öðrum.   Í Bolungarvík er þessu öfugt farið, enginn Tarzan, hann er farinn en nóg af öpum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

 Þetta er sú alflottasta analýsa á ástandinu sem ég hef séð frá því vitleysan hófst. Þú ert engum líkur Lýður!

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.4.2008 kl. 10:07

2 identicon

Snillingur.

Hlakka til að skoða apana í Bolungarvík - það er nefnilega búið að fjarlægja þessa úr Eden.

Hey... ný leið í ferðamennsku... apaskoðunarferðir... spurning um að láta stórgróðafyrirtæki Soffíu Vagnsdóttur vita af þessum möguleika í ferðaþjónustu....  

Helgivalinn (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:56

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Og síðustu orð Tarzans voru ?

Níels A. Ársælsson., 30.4.2008 kl. 11:29

4 identicon

Ja hérna, ekki hefurðu mikla trú á meirihluta kosningabærra Bolvíkinga - fullt af öpum!

Níels: síðustu orð apans í Bolvík voru "þið eruð öll helvítis apar"

Gísli (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 18:26

5 identicon

Þetta er flott lýsin á ástandi þar sem pelsi klædd meðalmennska hefur gert samsæri gegn frjórri hugsun og frumlegheitum til betra lífs.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 19:45

6 identicon

Held að Grímur ætti að nota menntun sína á þig Lýður kominn tími til.

Frænka (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 20:04

7 Smámynd: Helgi Jónsson

Ertu þá búinn að gera  konuna þína að dýralækni?

Helgi Jónsson, 30.4.2008 kl. 20:43

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þeir eru víða.  ...

Jón Halldór Guðmundsson, 1.5.2008 kl. 02:19

9 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Snilld, að vanda

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.5.2008 kl. 11:47

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er allavega ljóst að það er apabróðir á Flateyri sem ber ekki mikla virðingu fyrir lýðræðinu þótt hann heiti Lýður.Legg til að hann geri kvikmynd um sjálfan sig.Hinn apabróðirinn mætti gjarnan vera með í myndinni sem og apaynjur sem búsettar eru á Ísafirði.

Sigurgeir Jónsson, 1.5.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband