1. MAÍ

Hér í Bolungarvík hefur nýjum meirihluta ekki tekist að blása í burt norðangarranum sem sá fyrri skildi eftir sig.   Sólbráð er engin og varpland víða undir snjó.  Fuglakvök strjál.  Mér hrykkti því heldur þegar ég spásseraði í morgunsárinu og heyrði ramakvein í bænum ofanverðum, hélt þetta fyrsta hangal en komst á snoðir um annað:  Samfylkingin komin í 26%.  Greyið.  Sjálfstæðisflokkurinn áfram 37 og ríkisstjórnin samanlagt 58.   Frjálslyndir 6%.  Greyin.   Ég reyndi að útskýra fyrir ramakveinskonunni að stjórnmálaskóli sjálfstæðisflokksins væri öllum opinn og þar gæti sundrungin á vinstri vængnum lært að ganga taktinn eins og forðum 1sta maí.  Samræðurnar hefðu ugglaust orðið lengri ef ekki fyrir tilkynningu um nýjan fjölskyldumeðlim.   Ekki hvolpur í þetta sinn heldur fallegur drengur, verkalýðsforingi, organdi og dökkur.   Alveg eins og bæjarstjórinn fyrrverandi.   Það er eins og máltækið segir, einn kemur þá annar fer. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú gott að hann er líkari Grími en þér doktor Lýður :)

Til hamingju og mundu svo að koma í húsfeðraorlofið til okkar 18. júlí :)

Kerlingin á Króknum.

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:34

2 identicon

Til hamingju.

Hefðum átt að koma þessu að í dag ?

Klúður að fatta þetta ekki. En þýðir þetta að Grímur fær bónus fyrir fjölgun í Bolungarvík ?

Hver er formúlan ?

sentimetrarir mældir í (þínu tilfelli 55 )og deilt í með 7 ( fjöldi bæjarfulltrúa ) og sinnum 2 ( árin við völd ) og fengið út=  fjölgun ?

Einhvers staðar sá ég að nafn á barnið væri komið :? Verka - Lýður Lýðsson ? 

Guðrún (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband