12.4.2013 | 02:06
AFSKRIFUM KVÓTAFLOKKANA
Hef oft velt fyrir mér hvers vegna sjálfstæðisflokkur sem kennir sig við einstaklingsfrelsi og einkaframtak skuli beita sér af alefli fyrir einokunaraðgengi og fákeppnismarkaði þegar kemur að úthlutun veiðiheimilda. Flokkurinn ver með kjafti og klóm rúllettusamspil kvótahafa og banka og kippir sér ekkert upp við tíðar afskriftir á skuldum kvótakónga. Flokknum er sléttsama þó þessir afskriftakóngar haldi kvótanum og sjá engan hag fyrir þjóðina að innheimta veiðigjald af eigin auðlind. Styður heilshugar leiguok kvótakónga gagnvart öðrum þjóðfélagsþegnum sem nýta vilja auðlindina og láta óátalið þó heilu sjávarbyggðirnar lamist vegna kvótaframsalsins. Einhversstaðar hefur flokknum orðið á í messunni. Systurflokkurinn, framsókn, er svo síst betri. Hvet fólk sem ann alvöru einstaklingsfrelsi og alvöru einkaframtaki að íhuga aðra kosti í komandi kosningum.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.1.2012 | 00:53
GEIRNEGLT SKAUP.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
31.12.2011 | 13:08
ÁRIÐ TVÖÞÚSUNDOGELLEFU, UPPGJÖR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2011 | 00:19
STJÓRNARSKRÁRVARINN RÉTTUR HVURRA?
Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ segir handhafa aflaheimilda eiga sinn stjórnarskrárvarða rétt. Gaman væri að vita gagnvart hverju.
Í stjórnarskránni segir í 72 grein:
Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara
er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta
atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar
ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Stjórnarskrárvarinn réttur er vissulega til staðar en hvernig hann fellur útgerðinni í skaut er mér hulið. Held tímabært að reka hagsmunaaðila frá samningaborðum og stöðva þann fáranleika að láta þá ráðskast með lög og regluverk um eigin afkomu. Upp úr því dýi þarf að komast og skeyta engu um málaferli né hótanir, lögin eru skýr.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.11.2011 | 01:01
ÚTLENDINGAHRÆÐSLA EÐA ÍSLENDINGAÁST?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.11.2011 | 11:04
ÖGMUNDUR BREYTTI RÉTT.
Ögmundur Jónason, innanríkisráðherra þarf nú að verja ákvörðun sínu um að gefa ekki undanþágu frá íslenzkum lögum varðandi jarðarkaup á Grímsstöðum. Blöðruselir kjördæmisins belgja sig út og taka þann málstað sem best tryggir eigið endurkjör. Best að þeir standi við orð sín og hætti stuðningi við ríkisstjórnina eða þegi ella. En þetta mál ýtir á skýrari lög um eignarétt, auðlindir og nauðsynlega varnagla. Slagkraftur fjármagnsins er orðinn slíkur að auðvelt er að sjá fyrir sér nokkra milljarðamæringa kaupa upp landið, auðlindir þess, nýtingarrétt og loks stjórnsýsluna sjálfa. Við höfum slík myrkragöng að baki og dragsúgurinn angrar okkur enn. Þetta upplegg með Grímsstaði á Fjöllum á nefnilega margt sammerkt með hnullungum hrunsins, auðvald, óljósa bakhjarla, háleit markmið, þrýsting beinna hagsmunaaðila, kjördæmapot alþingismanna og tengzl við stjórnmálaflokk. Bara sú staðreynd að þurfa hálft prósent af landinu undir golfvöll og hótel er tortryggileg og í mínum huga næg ástæða til höfnunar. Innanríkisráðherra fór að lögum í þessu máli. Stjórnmálamenn sem telja lögin vitlaus geta barist fyrir að fá þeim breytt. Stjórnmálamenn sem vilja túlka lögin að eigin smekk ættu að huga að annarri vinnu.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.11.2011 | 14:00
STJÓRNSÝSLUSNILLD.
Skondið þetta hnoð bæjaryfirvalda á leikskólakennurum. Í haust voru laun leikskólakennara hækkuð og núna er matartíminn dreginn frá vegna of mikilla launahækkana. Held þessir stjórnsýslusnillingar ættu trauðla upp á pallborðið yrðu störf í þessu þjóðfélagi metin að verðleikum.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2011 | 00:01
ÚTVARP ÚTVEGSMANNA, GÓÐAN DAG.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.11.2011 | 22:43
KAKAN STÓR EN SNEIÐARNAR FÁAR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2011 | 22:31
ÓTILTEKNIR ÚTVEGSMENN OG ÓTILTEKINN BORGARI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)