16.11.2011 | 00:56
SÍMGREIÐSLUR.
Upp poppaði fregn í dag þess efnis að borgarfulltrúar fá ekki niðurgreiddan síma í fæðingarorlofi. Sem þýðir væntanlega að símtölin séu annars einatt borguð af skattgreiðendum. Hvenær fáum við nóg?
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2011 | 12:05
SKIPTIR FORMAÐURINN MÁLI?
Skondið að fylgjast með baráttu formannsefnanna tveggja fyrir landsfund sjálfstæðisflokks. Sá sem vinnur er forsætisráðherraefni og æðstistrumpur sjálfstæðismanna næstu misseri. Illa gengur að kreista úr helsta framáfólki flokksins hvorn frambjóðandann það vill. Skýringin væntanlega óvissan um úrslit en illt er að hengja sig fyrirfram á þann sem tapar. Betra er að halda leiðum opnum. Þó kosning formanns sé innnbúðarmál sjálfstæðismanna gæti hún komið okkur öllum við. Sem forsætisráðherra tel ég raunar hvorugan kandídatinn boðbera nauðsynlegra breytinga á íslenzku samfélagi, held tryggð beggja meiri við flokkinn en þjóðina. Eina ráðið til að láta þessa kosningu ekki koma okkur við er að kjósa annað í komandi kosningum hvenær sem þær verða.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2011 | 22:12
BANANALÝÐVELDI OG RÆNINGJABÆLI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.11.2011 | 23:48
HVERS VEGNA ÞRÝSTIR SAMFYLKING Á SÖLU GRÍMSSTAÐA?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.11.2011 | 00:59
HROTUR Í ÞINGSAL.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2011 | 11:07
KOSTNAÐARSAMUR LÍFSSTÍLL.
Nú karpa þingmenn um fjárframlög til menningarhúsa í sínum kjördæmum og vilja sumir jöfnuð milli landshluta í þeim efnum. Ekki hefur rekstrargrundvöllur menningarhússins Hofs á Akureyri reynst beysinn. Að sögn ráðamanna biðu landsmenn Hörpunnar með óþreyju og sérlega sinfóníuhljómsveitin eftir tilhlýðilegri vinnuaðstöðu. Hún hefur nú boðað verkfall. Landhelgisgæslan þurfti að leigja skip sitt til miðjarðarhafsins í sumar vegna fjárskorts en poppar nú upp með glænýtt 4ra milljarða lúxusskip. Rekstur landsspítala er í járnum og berjast menn þar á bæ við þjónustuskerðingar á viðkvæmum sviðum. Í sigtinu er samt glænýtt risasjúkrahús sem samrýmist fimm sinnum stærri þjóð. Meðan þrýstihópar geta vafið um sig stjórnmálastéttinni og hún sjálf elskar vinnu sína og lífsstíl svona mikið eru raunverulegar þarfir þjóðarinnar fyrir borð bornir. Því sannast sagna væri landsmönnum miklu meiri akkur í fleiri aurum í eigin vasa og áframhaldandi aðgangi að grunnþjónustu en öllu ofannefndu. Það er a.m.k. mín skoðun.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.11.2011 | 17:27
HVAR ERU SAMFLOKKSMENN ÓLÍNU?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.11.2011 | 01:19
FORMANNSSLAGUR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2011 | 11:44
AUÐLINDASÁTT VIÐ ÓLÍGARKA.
Þingmaður sjálfstæðisflokks, Jón Gunnarsson, spurði sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, hvort hann hygðist leita sátta við hagsmunaaðila og stjórnarandstöðu um kvótafrumvarpið. Jón kvaðst stefna að því. Þetta sýnir svarthol auðlindamála á Íslandi, menn eru tilbúnir að veita ákveðnum aðilum aðgengisforskot að fiskveiðum til 20 ára og síðan möguleika á framlengingu, menn láta afskiptalaust þó veiðigjald til þjóðarinnar sé aðeins brotabrot af aflaverðmætinu og meira að segja er veiðigjald innan einnar og sömu tegundar mishátt milli manna. Því miður átti Jón Gunnarsson ekki við þjóðina þegar hann talar um hagsmunaaðila heldur þröngan sérhagsmunahóp og kostunaraðila sjálfstæðisflokksins. Útilokað er að flokkur sem kennir sig við frelsi og einstaklingsframtak haldi slíka tryggð við jafn kommúnískan málstað nema eitthvað komi á móti, eitthvað stórt.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2011 | 12:00
GRIKK EÐA GOTT?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)