29.8.2010 | 02:10
SAMA GAMLA MENJÚIĐ.
Félagsmálaráđherra sekkur nú hratt og kauđslega býst hann til varnar. Ţjarmađ er ađ honum úr öllum áttum, ekki sízt stjórnmálamenn sem sjálfir iđkuđu álíka kúnstir ţegar veldissprotinn var í ţeirra höndum. Fatta reyndar illa ţetta sífellda gagg hrunverjanna sem ćttu miđađ viđ afrakstur ađ hafa vit á ađ ţegja. En öđru nćr, flestir ţramma um grundir sem ofvitar vćru og alvitrir. En kannski ţarf einmitt oflátungsskap til ađ geta hegđađ sér svona, kinnrođalaust. Ráđvilla félagsmálaráđherra í ráđningum er eftir sem áđur áhyggjuefni fyrir ríkisstjórn sem ćtlađi ţjóđinni nýjan matseđil í ţessum efnum.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
28.8.2010 | 02:16
KÖLD STURTA OG KERTALJÓS.
Hćkkun orkuverđs OR er nú stađreynd og nokkuđ vel í lagt. En ţar sem gímald rís má búast viđ sukki. Og gímaldsfíkn okkar íslendinga hefur ţví miđur ekki runniđ sitt skeiđ. Músikhús, hátćknispítali, sjónvarpshús, ráđhús og hús orkuveitunnar, allt hefur ţetta blásiđ út stjórnsýsluna og verkefnin í auknum mćli snúist um annađ en starfsemina sjálfa og upphafleg markmiđ. Sá gamli refur, Alfređ Ţorsteinsson, hrósar sinni stjórnartíđ og minnir á Nesjavallavirkjun sem mali Reykvíkingum gull á hverjum degi. Mikiđ ofbođslega hafa arftakar hans ţá veriđ miklir óreiđumenn. Fréttir herma skuldir OR vera yfir 300 milljörđum, meira en 3000 milljónir. Hvernig er ţetta hćgt á ekki lengri tíma? Svar borgarbúa viđ téđri hćkkun er auđvitađ köld sturta og kertaljós.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
27.8.2010 | 02:30
SKRÚĐGANGA ŢAGNARINNAR.
Ađskilnađur ríkis og kirkju fćr nú byr undir báđa vćngi enda ćrin tilefni. Sjúkur mađur komst til ćđstu metorđa og myndađi um sig skjaldborg sem nú ţarf ađ standa reikningsskil. Gerum okkur ţó grein fyrir ađ ţeir ađilar voru ekki gerendur ţó viđleitni ţeirra hafi veriđ röng. Margur íslendingurinn er einmitt í ţessum sama pytti, ţeim ađ hafa haft veđur eđa vitnezkju af slćmum hlutum en kosiđ ađ ţegja. Fjölmargir bera nú blak af sjálfum sér og mótsagnirnar leyna sér ekki. Viđ getum spurt: Á sjálfstćđisflokkurinn erindi í ríkisstjórn? Eđa framsókn? Jafnvel samfylking? Verđskulda Davíđ og Halldór sín eftirlaun? Afhverju eru hrunráđherrar ennţá ráđherrar? Er eđlilegt ađ fjárglćframenn kreppunnar séu enn gjaldgengir? Og er ţjóđkirkjan ţess verđ ađ bera sinn titil? Ótal margt er á reiki í íslenzku samfélagi og ţöggunin ekki ađ hjálpa. Vilji biskup ţjóđinni og kirkjunni vel ţá taki hann hatt sinn og staf. Međ ţví gćfi hann öđrum fordćmi og gćti leitt skrúđgöngu ţagnarinnar.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
26.8.2010 | 00:51
MAĐUR ER NEFNDUR JÓN BJARNASON.
Jón Bjarnason... Hver er hann eiginlega ţessi mađur? Međ húfu og skegg, einatt púkalega til fara, fasiđ eirđarlaust, framkoman vinaleg og talandinn út og suđur. Rökrćđur vissulega ekki hans sterkasta liđ en samt. Ţessi litli, krangalegi mađur getur svo sannarlega valdiđ aumingjahrolli en líka vakiđ spurnir. Standandi á sínu, ţversum, hipsum, hapsum, einn í túni, rökţrota eđa ekki, hann stendur. Jón Bjarnason hefur gert ţađ sem forverar hans í sjávarútvegsráđuneytinu forđuđust eins og heitan eldinn, ađ vera á skjön viđ útvegsmenn og hagsmunasamtök ţeirra. Samhliđa ţví ađ vera fylgjandi breytingum á fiskveiđistjórn ýtir hann undir einokun í landbúnađi međ nýju mjólkurkvótafrumvarpi. Gegn ESB-ađild gefur hann skít í ţá vegferđ og ćrir fylgjendur ađildar međ fratyfirlýsingum. Jón er sannlega ólíkur samráđherrum sínum sem sigla lygnari sjó. Sumir segja söđu Jóns veika innan ríkisstjórnarinnar og má til sanns vegar fćra. Held hinsvegar Jón eiga mikinn stuđning úti í samfélaginu ţví ţar teljast gallar oft til kosta. Spái ţví ađ lífdagar ríkisstjórnarinnar verđi jafnmargir og dagar Jóns í embćtti.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
25.8.2010 | 01:05
ŢAGNARROF.
Svo virđist ađ vandrćđagangur kirkjunnar sé ađ nokkru leyti vegna ţagnarrofs. Hefđi fólk haldiđ kjafti vćri vandinn stađbundiđ mein nokkurra hjartna sem hyrfi ađ lokum međ hýslum sínum. Hve mörg leyndarmál ćtli liggi í grafreitum heimsins? Í deilumálum kirkjunnar endurspeglast mismunandi skilningur manna á ţagnarskyldu og ljóst ađ sú umrćđa er ekki fullunnin. Auđvelt er ađ dćma menn af ummćlum sínum, snúnara segi menn ekki múkk. En eftir stendur ađ trúverđugleiki kirkjunnar er laskađur og rćđur framganga ćđstráđanda ţar mestu um.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2010 | 00:49
ÁLFHEIĐUR HJÓLAR Í LĆKNAMAFÍUNA.
Tilvísanakerfi er nú aftur í umrćđunni. Sem myndi ţýđa ađ sérfrćđilćknar fćrđust innar á ganginn. Ástćđan, viđleitni til sparnađar enda sérfrćđiţjónusta dýr, ekki sízt sjálfala eins og hér tíđkast. Ađ geta vísađ fólki endurtekiđ til sjálfs síns býđur heim ákveđinni hćttu og viđ henni reynir heilbrigđisráđherra nú ađ sporna. Auđvitađ er eđlilegast ađ hver og einn ráđi hvert hann leiti en fylgi ţví kostnađarauki fyrir samfélagiđ jafn sjálfsagt ađ viđkomandi borgi hann úr eigin vasa. Eđa ţá ađ sérfrćđilćknar lćkki taxta sína til jafns viđ heilsugćslulćkna. Hvorugt hefur náđ fram ađ ganga og framvindan ţví margumtalađ tilvísanakerfi. Einatt er talađ um ađ sérfrćđingurinn viti allt um ekki neitt en heilsugćslulćknirinn nánast ekkert um allt. Ţar sem yfirgnćfandi meirihluti ţeirra kvilla sem hrjá mannskepnuna eru annađ hvort ímyndađir, sjálflćknađir eđa ekki bráđdrepandi tel ég skynsamlegt ađ heilsugćslulćknar spreyti sig fyrstir á meinum landsmanna og styđ ţví tillögu heilbrigđisráđherra. Efa ţó ađ starfsfélagarnir séu sama sinnis.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
23.8.2010 | 02:00
HIĐ EINA RÉTTA ER SPURNING UM TVENNT:
Utanríkisráđherra blćs nú til sóknar og sveiflar milljarđahagnađi af inngöngu Íslands í evrópubandalagiđ. Borubrattur kveđst hann sjá evrópuríkin styđja viđ krónuna rétt fyrir inngöngu svo myntskiptin verđi hinu nýja inngönguríki hagstćđ. Utanríkisráđherra virđist gleyma viđbrögđum burđarríkja ESB og afstöđu ţeirra gagnvart icesave. Sé ţetta hin svokallađa "upplýsing" um ţetta mikilsverđa mál er betra ađ ţegja. Ráđamenn eiga ađ sína ţegnunum ţann sóma ađ veifa engu heldur leggja ţađ fyrir. Einhliđa yfirlýsingar og upphrópanir hjálpa engum enda líkast ćtlađar til annars. Vona ţjóđin fái friđ til hugleiđinga um ţessi mál, laus viđ öfgar.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2010 | 19:12
LÍFRÓĐUR KIRKJUNNAR.
Klerkurinn í Reykholti hefur löngum veriđ barn síns tíma, steingerđur í fasi, framkomu og skođunum ekki sízt. Hann má ţó eiga eitt: Hann er skýr og skorinn. Ţjóđkirkjan gćti í ţví tekiđ séra Geir sér til fyrirmyndar. Óafdráttarlaus afstađa, ađgerđaleysi og ákvarđanafćlni eru fánar hennar og blakta viđ hún. Nafniđ ţjóđkirkja er skömm orđin og andleg leiđsögn óvirk. Orđ séra Geirs stríđa á móti almennri siđferđisvitund og andsvar biskups gefur litlar vonir. Međ andvaraleysi sínu grefur ţjóđkirkjan hratt undan sjálfri sér sem er sorglegt ţví innihaldiđ er til stađar og á fullt erindi. Vona launamenn almćttisins taki nú höndum saman og höggvi af fúakvistina. Tíminn er ađ renna út.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2010 | 04:30
BLESS, VÍKIN MÍN KĆRA.
Í gćrnótt var grjóthrun í Hólshreppi. Gnýinn hélt ég fyrst skruggu en ţegar svalahurđin fauk upp var ekki um ađ villast: Grjóthrun í Hólshreppi. Hinumegin lá kólguský yfir Jökulfjarđamynni, sem sagt norđanbál. Ţó ekki nógu svalandi til berjaslátrunar en nokkrar handfyllur týndi ég í dag og bar hróđugur fram međ Bjarnarbúđarskyri. Síđasta kvöldmáltíđin tómar landnytjar. Í kvöldrokinu var ţrammađ framhjá vigt og ísprósentan skönnuđ í söluskálanum. Fyrir utan ástarvikuna er lausaganga hunda bćjarbúum hjartans mál og víđa komnir gangstígar og brýr. Grímsbrú einna ţekktust. Fullyrđi ađ fá bćjarfélög geti státađ af eins fullkomnu göngubrautarneti og verstöđin Bolungarvík. Reyndar er útkeyrzlan í bćnum orđin svo megn ađ fáir komast nema fljúgandi. Hefur bóndinn á Hanhól enda kvartađ yfir ţungri umferđ. Arkandi kom ég viđ hjá ađmírálnum í kveđjuskyni en sá hann draga fyrir glugga, ábyggilega haldiđ mig međ skammir vegna húsbíls sem vitanlega er óhćfa í kommúnistareit. Í sömu svifum bar sjálfstćđan íslending ađ garđi og stal sá vindi úr dekkjum Leníns. Ţakkađi ég honum góđa viđkynningu og bađ hann fyrir áttvillta mús sem heima á í húskofa fyrrum bćjarstjóra. Stalín. Vona hann hafi komiđ henni til skila. Áfram gakk. Handan Grímsbrúar er svo skóglendiđ Bernódusarlundur en í honum er víđsýni mikiđ. Međ kíki er hćgt ađ greina félagatal framsóknar í norđvestri og samfylkingar í suđaustri. Í ţessum bć hvorutveggja fljótlesiđ. Á rauđhól nostrađi niđurlendingur viđ ómelettugerđ og voru ţar ţrjú börn í lausagangi. Ávítađi ég túlípanann fyrir ţađ. Loks, í lúpínubreiđunni, rétt ókominn heim, sá ég stađfestingu vistaskiptanna, gáminn, bláan fyrir járnum. Ţví segi ég: Bless, Víkin mín kćra og öll okkar spor.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
19.8.2010 | 03:09
FRUMSAMIĐ, TAKK FYRIR!
Gnarrinn er kominn úr höfn og ágjöfin byrjuđ. Borgarstjórinn sem enginn sá fyrir nema kannski hann sjálfur byrjađur ađ stíga ölduna. Hvađ sem verđur má heita víst ađ Gnarrsins verđur alltaf minnst fyrir frćkilega innkomu í borgarmálin, dćmalausa kosningabaráttu og sigur sem telja verđur einstćđan í íslenzkri sveitastjórnarsögu. Frammistađa Gnarrs mun síđan annađhvort velta fjórflokknum úr sessi eđa treysta tilveru hans. Umsnúningur OR í vikunni er fyrsti alvöru prófsteinninn á Jón Gnarr sem ćđstráđanda í borginni. Laun hins nýja forstöđumanns OR og starfslok ţess fráfarandi eru mjög í takti gömlu hrunflokkanna, "kóver" ofurlauna og leyndarmála. Ćtlađi hin nýja hljómsveit í ráđhúsinu ekki ađ flytja frumsamiđ efni?
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)