PÓLITÍSKAR FLEYTIKERLINGAR.

Af mörgu er ađ taka ţessa dagana, eitt af ţví er stjórnsýslan.  Belgingur hennar hefur veriđ međ ólíkindum á síđustu árum og áratugum.   Í ţessum loftbelg býđst flokksgćđingum allra fjórflokkanna risavaxiđ hlađborđ af allra handa lífsbrauđi, smáu, stóru, međ áleggi og endalausu.  Hvílíkur aragrúi ráđa og nefnda, sviđa, verkefna og álita.  Skógurinn er ţéttur og flćmiđ ómćlt.  Góđur jarđvegur fyrir metorđaklifur.  Enda sést oft ferill flokksgćđinga ţegar ţeim býđst ný stađa og yfirlitiđ einatt pólitískar fleytikerlingar.  Verst er ţó sjálftaka flokkanna á opinberu fé, sjálftaka sem ţeir ákveđa sjálfir og nenna svo vart ađ vinna fyrir fólkiđ.   Stórfelldur niđurskurđur stjórnsýslunnar er ekki bara skref í lýđrćđisátt heldur nauđsynlegur upp á skilvirkni kerfisins.  Allur ţessi mannskapur sem náđi hćstu hćđum kringum hrun reyndist gagnslaus.  Yfirsýnin var engin og allir héldu ađ annar vćri ađ vinna verkin.  Okkur ber ađ lćra af ţessu og sníđa stjórnsýsluna ađ ţörfum ţjóđarinnar, ekki flokkanna.   

LÁ 


RÖSUM EKKI UM RÁĐ FRAM.

Innkoma útlendinga inn í sjávarútvegsfyrirtćki er farin ađ valda titringi.  Lögin banna meira en fjórđungseign en svo virđist ađ framhjá ţví sé gengiđ.  Ađalspurningin hvađ ţetta varđar er hvort kvótinn sé metinn til eignar eđa ekki?  Varla er hćgt ađ ímynda sér áhuga erlendra fjárfesta í geiranum nema hann fylgi međ.  Ţar gćti seljandinn haft sína eigin sýn í trássi viđ stjórnarskrá.  Og hvađ ćtla stjórnvöld ađ gera?  Mikiđ er talađ um ţjóđareign auđlinda en hvert er gagniđ sé nýtingarrétturinn seldur eđa leigđur mannsaldur eđa meira?  Hvenćr ćtla stjórnvöld ađ skynja hlutverk sitt til komandi kynslóđa?  Eftirspurn eftir vatni, mat, orku og hita á einungis eftir ađ vaxa og fáranlegt ađ halda ađ viđ séum ađ missa af tćkifćrum.  Biđröđin í íslenskar auđlindir er ekki langt undan og ţví liggur okkur á samrćmdum auđlindalögum sem gera okkur ađ traustri viđskiptaţjóđ samfara ţví ađ tryggja eigin velsćld.   Ýtni ákveđinna ţjóđfélagsafla sem strax vilja ganga til samninga um auđlindirnar ber skammsýni vott eđa umhyggju fyrir öđru en ţjóđarhag. 

LÁ  


KIRKJUŢING & SALSA.

Tvćr andstćđur hösluđu sér völl í helgarfjörinu, kirkjuţing og hommaganga.  Andstćđur ađ ţví leyti ađ annađ er ímynd íhaldsemi, hitt framúrstefnu.   Mestu búbótina fyrir báđar ţessar fylkingar tel ég ţá ađ gefa hvor annarri  sopa,  sáldra smá framúrstefnudufti yfir guđsmennina og gefa salsaliđinu á móti nokkrar predikanir hjá Reykholtsprófasti.   Ţetta gćti fćrt klerkastéttinni ljósiđ fyrir sjálfstćđri kirkju sem dafnađi í eigin krafti en ekki ríkisfjárlögum.  Held kirkjan myndi endurheimta mikiđ af sinni fyrri vigt viđ slíka umskiptingu.   Samkynhneigđir eiga síđan, eins og kirkjan, líka viđ ţyngdartap ađ glíma.   Slagkraftur kynhneigđar er hratt minnkandi enda mannréttindi í höfn og hugarfar í hafnarmynni.   Athyglisţörfinni verđur ţví ađ beina annađ og mćli ég međ píslargöngu á nćsta ári  ţar sem gengiđ verđur kennitöluflakki til húđar.  Í ţannig göngu ćttu klerkar, hommar og lesbíur ađ geta fundiđ einhvern sameiginlegan snertiflöt.

LÁ 


ŢINN, EINLĆGUR.....

Óđum er ljóst ađ samfélagiđ sem hrundi er enn á strandstađ.  Gömlu flokksrćflarnir ráđa fjölmiđlunum, umrćđan gengur enn ađ mestu út á sömu fés og sömu flokkadrćtti, ofurlaun engan veginn aflögđ, sama tregđan í stjórnsýslunni, öllum bullverkefnunum haldiđ gangandi eins og hátćknisjúkrahúsi og tónlistarhöll,  ţjóđţrifaverkum hinsvegar  frestađ eins og uppstokkun kvótakerfisins og auđlindalögum, lýđrćđisumbótum slegiđ á frest, nefni stjórnlagaţing, endurskođun stjórnarskrár og ţjóđaratkvćđi.  Stjórnsýslan er enn í stöđuveitingarlimbói fyrirrennaranna og tvísögli regla fremur en undantekning.  Landsmenn eru ţví litlu nćr um framhaldiđ.  Og ţó.  Andi nokkurra ţjóđţekktra einstaklinga hefur blásiđ um kvarnir landans og gaukađ ađ fersku lofti.  Ekki endilega ađ allt sé rétt og satt sem ţessir einstaklingar segja heldur einlćgt.  Sú er mín kosningaspá, ađ nćst verđi ţađ einlćgnin sem hrífur, ekki röfl fyrrum hrunverja um kjölfestu og trúđa. 

LÁ 


AĐ TITTLINGA SIĐ.

Kvenmannsklćddur blastađi borgarstjóri á sviđi hinsegindaga og storkađi örlögunum.  Kveina sumir og vilja ađ majórinn klćđist ađ tittlinga siđ, bindi, flibbahnappur, armaní og kó.   Sjálfum fannst mér myndin  einlćg, Gnarrbrosiđ brjótast vel fram í rósalíninu og borgarstjórinn ekkert síđri kvenmannsklćddur.  Hvort ţetta séu trúđslćti eđur ei varđar mig engu, heldur ekki hvort borgarstjórinn sé hommi eđa kynskiptingur, náttúrulaus eđa masó.  Jú, reyndar vćri slćmt ađ hafa náttúrulausan borgarstjóra, var ekki ţarţarsíđasti eđa ţarţarţarsíđasti ţannig?  Eins og ađrar pólitískar keilur liggur Jón Gnarr undir ámćlum en hvorki fyrir spillingu né óráđsíu.    Ţađ nćgir ađ sinni.

LÁ  


FISKUR & SKINKA.

Auđlindamál eru í brennidepli.  Framtíđarskipan ţeirra mála ađ verđa ţungmiđja hinnar pólitísku umrćđu.  Í ţví sambandi er hyggilegt ađ gaumgćfa reynslu okkar af sjávarútveginum.  Ţó auđlindin sjálf, ţ.e.a.s. fiskimiđin séu samkvćmt stjórnarskrá í ţjóđareigu hafa handhafar veiđiheimilda umgengist ţćr sem sína eign, leigt, selt og erft.   Ađ ekki sé taliđ um veđsetninguna.  Sumir hafa ţannig hagnast gríđarlega en hvađ međ almenning?   Fyrir hann hefur kvótakerfiđ skilađ sjófangi  sem munađarvöru og íslendingar sjaldséđir í fiskverkunarstörfum.   Ef viđ fáum hvorki mannsćmandi vinnu né ódýra vöru úr okkar eigin grunnatvinnuvegi, er ţá ekki eitthvađ ađ?  Ađ minnsta kosti er skinkan ódýr í Danmörku.      

 LÁ 


SKATTAKÓNGAR- OG DROTTNINGAR.

Árlega er deilt um réttmćti ţess ađ birta skattaskrár einstaklinga.  Ungir sjálfstćđismenn segja ţetta hnýsni í einkahagi fólks og heyra undir persónuvernd.  Vissulega rök en ađ mínum dómi er upplýsingin ţjóđinni nauđsynleg, í henni felst ákveđiđ stöđumat og samhengi hlutanna skýrist.  T.d. má sjá ađ fyrrum ráđamenn lepja hunang í skjóli úreltra laga um biđlaun og eftirlaun.   Augljóst er hvers vegna handhafar aflaheimilda vilja engu breyta í fiskveiđistjórn.  Hátt lyfjaverđ á Íslandi ríđur heldur ekki viđ einteyming.  Né heldur útrásarvíkingarnir sem skildu ţjóđfélagiđ eftir sviđiđ, einhvernveginn skralla ţeir inn á listann.   Ţví má spyrja:  Á persónuvernd ađ vega ţyngra en ţjóđfélagsvernd?  Einhverntíma vćri ţessu vandsvarađ en nú, eftir kollsteypuna miklu, má finna í ţessu vegvísa á mein ţjóđfélagsins.   Hinsvegar sćtir furđu  tregđa ráđamanna ađ beita kutanum.   Kannski er skýringin harakiri?

LÁ    


ŢJÓĐAREIGA AUĐLINDA ER GRUNDVALLARMÁL.

Magmamáliđ endurspeglar fyrst og fremst eitt:  Auđlindalög á Íslandi eru óskýr og skortir almenna skírskotun.   Nenni ekki ađ tala um ađfinnslur sjálfstćđismanna, ţćr eru ómaklegar og mikiđ skelfing hafa ţeir lítiđ lćrt.  En auđvitađ áttu samrćmd auđlindalög ađ vera eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar, lög um allar auđlindir, til sjávar og sveita, lög sem tryggja ćvarandi ţjóđareigu međ tímabundnum nýtingarrétti, mun styttri ţó en ţeim sem Magma er ađ fá.  Forkólfar atvinnulífsins hrćđast ótrúverđugleika íslendinga á alţjóđavettvangi og segja riftun samningsins viđ Magma fráfćlandi.  Ţessu er öfugt fariđ.  Veikleiki Íslands í alţjóđaviđskiptum er einmitt skortur á hreinu borđi og verkferlum sem eru gagnsćir.  Enn er öllu haldiđ undir borđum og vinnubrögđin mismunandi frá degi til dags.  Riftum ţví ţessum samningi og hunskumst í ţá vinnu sem til ţarf svo fólk, fyrirtćki og íslenzka ríkiđ viti hvađ semja skal um og hvernig.  Látum ekki blekkjast af skammtímasjónarmiđum, til lengri tíma er óskorađur eignaréttur íslenzku ţjóđarinnar á auđlindum sínum sá hornsteinn sem framtíđina mótar.   

LÁ  


OFVIRKNI LĆKNASTÉTTARINNAR.

Íslendingar nota miklu meira af ofvirknilyfjum, Rítalín/Concerta, en nágrannaţjóđirnar og líklega eigum viđ heimsmetiđ í ţessum austri.  Fréttamađur tók einn ágćtan starfsfélaga minn tali og taldi hann ađ vinna ţyrfti betur í yngstu aldursflokkunum, ţar vćri notkunin mest og vaxandi.   Skondiđ ađ minnast ekki á tillegg eigin stéttar en réttindin til ţessara uppáskrifta eru einmitt í hennar höndum.  Vandamáliđ hlýtur ađ vera lćknastéttin sjálf sem telur ć minni frávik mannlífsins sjúkdóma sem ţurfi ađ greina og međhöndla.  Held heilbrigđisráđherra ćtti ađ íhuga frí ţessari stétt til handa og sjá hvort ţjóđin myndi ekki frískast.


UNDIR BLÁHIMNI.

5° hiti í Bolungarvík í nótt, norđanbál og hálfgerđur hryssingur.  Bćnum skipt í blátt og rautt og hittust hinar andstćđu fylkingar á Ţjóđólfsvegi núll.  Nokkrir hundar röltu skrúđgönguna.  Í ríkisstyrktum skógarlundi kyrjađi vargurinn síđan sönginn um göngin en hafđi fyrr um daginn ţegiđ ókeypis pylsur undir ţakskeggi náttúrufrćđistofnunar.   Frístundaveiđimenn sátu á bryggjupollanum og lönduđu framhjá vigt međan löghlýđnir ţorparar streymdu á dansleik.  Ţar rifust menn um litinn á kirkjunni, kvótann og ţorrablótiđ og dönsuđu á međan polka.    Hljómsveit hússins var í andaslitrunum og leiđ inn í eilífđina međ laginu um gula kafbátinn.  Síđan var gengiđ heim undir bláhimni.

LÁ  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband