2.7.2010 | 04:24
ERFITT TAFL FRAMUNDAN.
Ólöglegu gengislánin ćra nú ţjóđina. Enda mikiđ áfall ađ slíkt hafi viđgenist í áratug. Ţessi langi tími gerir bágindin erfiđari en ella og lausnin ekki einhlít. Dćmiđ um bifreiđ sem lánafyrirtćki tók af eigandanum, mat bílinn lágt en seldi hátt og ađ auki var veslings eigandinn rukkađur um allskyns hluti sem aldrei var sinnt. Svona framkoma er lánafyrirtćkjum til lítils sóma og framkallar réttláta reiđi. En ţó takendur gengislána ná nú loks rétti sínum er ţađ of seint fyrir marga. Og ađrir lántakendur fá enga leiđréttingu. Fjármagnseigendum er svo gjarna trođiđ undir sama hatt og ţeim taliđ mátulegt ađ missa sína spćni. En margir sem eiga fé í banka eiga ţađ vegna ráđdeildar og hvers vegna ćttu ţeir ađ gjalda fyrir hús, bíla, tóla og tćkjakaup annarra? Ţađ er ţví í mörg horn ađ líta í kjölfar ţessa dóms. Hann er engu ađ síđur fagnađarefni og ćtti ađ vera markandi til framtíđar á ţann veg ađ hagsmunir skuldara séu ekki fyrir borđ bornir. Verkefni ríkisstjórnarinnar er ađ gera ţennan dóm ađ grunnstefi sátta í ţjóđfélaginu en láta hann ţó ekki sundra ţjóđinni meira en orđiđ er.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2010 | 01:41
SJÚKRATRYGGINGAR.
Sjúkratryggingar hafa veriđ nokkuđ í umrćđunni og alltaf rekst mađur á sama hlutinn: Reglur og raunveruleg ţörf fara ekki saman. Út um allt land sćkja dreifbýlingar lćknisţjónustu sem ekki fćst í heimabyggđ til suđvesturshornsins. Ferđina kosta sjúkratryggingar ţó ekki sé um bráđaţörf ađ rćđa. Ţetta er eins og ákall til misnotkunar enda er ţađ svo. Í ţéttbýlinu er grunnţjónustan í líki gatslitinnar blöđru og ţegar vinstri hendin brotnar er sú hćgri sett í gifs. Ţröskuldur til örorku fer hríđlćkkandi og endurspeglar kannski viđhorf kynslóđanna. Sjúkraţjálfun er niđurgreidd og kerfiđ nánast eins og sjálfsafgreiđsla, engar hömlur og lömun metin til jafns viđ vöđvabólgu. Sama má segja um lyf, spurt er um hver séu niđurgreidd en síđur hvort ţau séu nauđsynleg. Lćknar, sem helstu vegvísar heilbrigđiskerfisins, hafa algjörlega brugđist hvađ ţetta varđar. Allir eru uppteknir viđ ađ lćkna en enginn staldrar viđ og hugleiđir hvort lćkningarinnar sé ţörf. Allt snýst um peninga og reglugerđir einnig. Ţađ er miklu betra ađ niđurgreiđa ferđir svo lćknarnir hafi nóg ađ gera, ţađ er miklu betra ađ niđurgreiđa lyf svo lyfjafyrirtćkin dafni, ţađ er miklu betra ađ hver einast kjaftur međ harđsperrur fái sjúkraţjálfun svo stéttin svitni. Ţessi víđtćka yfirferđ sjúkratrygginganna gerir ţeim oft erfitt fyrir sem virkilega ţurfa á hjálp ađ halda. Flokkunarárátta kerfisins er ómanneskjuleg og rímar illa viđ stuđla og höfuđstafi lífsins. Viđ verđum ađ stöđva ţessa sjúkdómsvćđingu ţví hún hefur ekkert međ heilbrigđi ađ gera heldur er hún enn einn fúasproti grćđgisvćđingarinnar títtnefndu. Sjúkratryggingar eiga ađ vera öryggisnet gagnvart alvarlegum meinum og kostnađi vegna ţeirra en ekki smáslummuskammtari almennings. Ţannig er kerfiđ í dag og svona lík ţarf ađ bera af velli og fá inn frískan spilara.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
30.6.2010 | 02:56
AĐSKILNAĐUR LÖGGJAFA- OG FRAMKVĆMDAVALDS.
Ályktun samfylkingar um ađskilnađ löggjafarvalds og framkvćmdavalds sem í framkvćmd yrđi ađ ţingmenn gengdu ekki samhliđa ráđherrraembćttum er tímabćr. Einhverjir ţingmenn munu ţráast viđ en framtíđin er ekki ţeirra. Ráđherrarćđiđ sem viđgengist hefur er ađ renna sitt skeiđ enda sýnishorn stjórnarhátta sem leiddu til hruns. Ţingiđ ţarf ađ ná fyrri vigt og virđingu en ekki snúast um örfáa ráđherrra sem iđulega eru fjarverandi. Vona samfylkingin leggi allt sitt í ţetta mál og snúi samstarfsflokknum á sveif međ sér. Kominn tími til ađ ríkisstjórnarflokkarnir gangi í takt og ţetta mál er hugsanlegur kandídat.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
29.6.2010 | 01:45
BEKKJARMYNDIN.
Afi minn var á vertíđ á Stokkseyri fyrir hartnćr 100 árum. Launin, 50 kíló af ţorskhausum, bar hann á bakinu upp í Landssveit, um 50 kílómetra labb. Amma niđursetningur en heppin međ fólk. Síđar fékk Pabbi ekki bankalán og mamma hćtti ađ vinna ţegar hún varđ ófrísk, sagđi upp eins og ţá tíđkađist. Sjálfur man ég veggsímana, sjónvarpslausu fimmtudagskvöldin og eftirvćntinguna ţegar lög unga fólksins hljómuđu, vikulega, klukkustund í senn. Ţá voru hommar litnir hornauga og ofnćmi mjög sjaldgćft. Á bekkjarmyndum allir grannir nema kannski einn. Póló, Miranda, Spur Cola. Og Sinalco. Fótbolti allan daginn, úti, annađhvort á möl eđa túni. Alvörutúni. Nú, sem foreldri, leiđir mađur hugann ađ ţví hvort framhaldiđ sé rökrétt eđur ei. Erum viđ, forsjárađilar, komandi kynslóđar ađ standa okkur? Ég var nokkuđ bjartsýnn ţangađ til ég sá bekkjarmyndina.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
28.6.2010 | 02:41
PELASTIKK.
Dómur hćstaréttar varđandi gengislánin er mjög afhjúpandi. Hann er gríđarlegur áfellisdómur yfir bćđi bönkum og eftirlitsstofnunum, hann afhjúpar mjög stöđu lántaka gagnvart lánveitanda og svívirđilega sjálftöku ţess síđarnefnda. Og sem slíkur er dómurinn fagnađarefni. Á hinn bóginn viđgekkst rányrkjan svo lengi ađ höggiđ er bylmingur fyrir bankana auk ţess sem niđurstađan hallar mjög á ţá lántakendur sem ekki tóku gengistryggđ lán. Ţetta mun óhjákvćmilega veikja nýju bankana og valda misklíđ milli hinna fjölmörgu skuldara ţessa lands. Engu ađ síđur er hćstiréttur okkar ćđsta dómstig og honum skal hlíta. Hvernig bundiđ verđur um hnúta skal ósagt en klárlega er ţjóđinni enginn greiđi gerđur falli fjármálakerfiđ á hliđina né skelli á skálmöld á skuldamarkađi. Ríkisstjórnin er ţví nauđbeygđ ađ finna einhverja útleiđ og líkast er hana ađ finna í einhverskonar viđmiđunarvaxtastigi sem bćđi skuldarar og bankar geta sćtt sig viđ. Já, hár er mykjuhaugur ţessarar ríkisstjórnar og megniđ eftir ađra.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
27.6.2010 | 00:39
EINANGRUN Á EINANGRUN OFAN.
Ályktun félagsmálaráđherra ţess efnis ađ sjálfstćđisflokkurinn vćri búinn ađ einangra sig sem hćgri öfgaflokkur andstćđur alţjóđasamvinnu er hláleg. Rétt ađ umrćddur flokkur er einangrađur en ţađ er ekki vegna evrópustefnunnar heldur spillingar. Spilling gerir sjálfstćđisflokkinn óstjórntćkan og ađra flokka fráhverfa til samstarfs. Hinsvegar er ţađ flokkur félagsmálaráđherra, samfylkingin, sem er einangruđ vegna stefnu sinnar í evrópumálum, ţađ er hún sem tređur upp á ţjóđina vegferđ sem enginn áhugi er fyrir. Samfylkingin virđist ţó hafa trú á ađ ađild Íslands í ESB sé heillaskref fyrir ţjóđina en sjálfstćđisflokkurinn rígheldur enn í ţann rétttrúnađ ađ án sjálfstćđisflokksins hćtti jörđin ađ snúast.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2010 | 02:28
BETRA ER AĐ SITJA Á FATI EN STANDA Á GATI.
Gengislánin sem hćstiréttur dćmdi ólögleg nýveriđ viđgengust í 10 ár. Heilan áratug var ţessu sprautađ í landslýđ og lögfrćđingarnir sögđu ekki neitt. Auđvelt ađ vera vitur eftir á, segja ţeir núna en fari svona gjörningur framhjá öllum lögspekingum eins lands í 10 ár, er ţá ekki eitthvađ ađ? Alveg eins og útrásin ţar sem öllum viđteknum gildum hagfrćđinnar var umsnúiđ og enginn sagđi neitt. Lćknar vita sömuleiđis ađ sjúkdómsvćđing nútímans og oflćkningar er ađ sliga heilbrigđiskerfiđ en međan ţeir sjálfir njóta góđs af segir enginn múkk. Hagsmunaađilar í sjávarútvegi eru í sömu stöđu, kćfa allar umbćtur í fćđingu. Auđlegđ og velgengni, framganga og menntun hafa notiđ virđingar í okkar samfélagi. Svo sem ágćtt en ofmat er hćttulegt. Ţađ hefur sýnt sig. Á viđsjárverđum tímum eins og núna er hverjum og einum hollt ađ meta hlutina frá eigin brjósti og láta ekki fífla sig í blindni. Betra er ađ sitja á fati en standa á gati.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2010 | 03:01
FYRNINGIN FYRND.
Ekki veit ég til hvurs viđ erum ađ kjósa ríkisstjórn. Miklu einfaldara vćri ađ fíra bara LÍÚ-genginu inn í alţingissali og hafa uppi á borđum hverjir stjórna ţessu landi. Margyfirlýstu fyrirheiti ríkisstjórnarinnar um fyrningu aflaheimilda er frestađ og kjósendur hafđir ađ fíflum. Sé fyrningin svona vitlaus ţá stígi forkólfar ríkisstjórnarinnar fram og skýri ţađ fyrir alţjóđ. Ađ skýla sér á bak viđ einhverja nefnd er aumt, svo aumt ađ orđ ná ei yfir. Séu ţetta hin svokölluđu umrćđustjórnmál vildi ég frekar athafnastjórnmál forveranna.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
24.6.2010 | 01:33
BLEIKIR BOSSAR Í TÚNI.
Í nótt velta landsmenn sér upp úr dögg, ekki pólitík eđa skuldum. Allsberir á Jónsmessunótt. Fagna fćđingu Jóhannesar skírara án ţess ađ vita af ţví. Alveg eins og myntkörfulánin sem veitt voru og tekin án ţess ađ nokkur vissi hvađ og hvernig. Alveg eins og hćstiréttur sem dćmdi ţessa gjörninga tekur ekki afstöđu til framvindunnar. Ţannig vona íslendingar iđulega meira en vita og í ţví felst reyndar ákveđin hamingja. Trúin flytur fjöll og gerist ţađ ekki fara menn hringinn. Fólk auđgast, fer á hausinn, réttir úr kútnum, eđa ekki og drepst. Eina réttlćti lífsins er dauđinn, glíman ţangađ til einatt óréttlát og ósanngjörn. Ţess vegna er gott ađ rúlla um í dögginni, fyrir allra augum međan bođlegt, síđan í einrúmi. Nektin er jú samţćtting tegundarinnar, í henni erum viđ öll eins og ekkert sem ađskilur nema tímans tönn. Sem ađ vísu gerir gćfumuninn...
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2010 | 01:18
VINNULAG GĆRDAGSINS.
Ráđa ţurfti óvćnt á ný í stöđu dagskrárstjóra ríkissjónvarpsins. Ţó ađeins tveir mánuđir séu liđnir síđan umsóknarferlinu lauk ákvađ yfirmađurinn ađ ráđa án auglýsingar. Og ţađ rökstutt međ hagsmuni RÚV í huga. En hvernig getur ţađ samrýmst hagsmunum stofnunar ađ grafa undan trúnađi hennar? Hefur sjónvarpsstjóri ekkert fylgst međ gangi samfélagsins? Honum var í lófa lagiđ ađ rúlla yfir enn volgar umsóknirnar og ráđa í stöđuna út frá ţeirri yfirferđ, samt kaus hann vinnulag sem er ađ hníga til viđar. Ríkissjónvarpiđ hefur aldrei stađiđ á eins veikum grunni og nú. Ţćr raddir gerast ć hávćrari sem vilja RÚV burt af herđum skattborgaranna. Kannski ekkert skrítiđ ţví sjónvarpiđ er ekki lengur sjónvarp međ blómlegri dagskrárgerđ heldur risastórt hús. Eins og starfseminni hefur veriđ háttađ er í raun nóg ađ vera međ skúr sem spýtir út í ljósleiđarann amerískri sápu og tölvuleikjum eđa hreinlega sleppa skúrnum og láta frjálsu sjónvarpsstöđvunum ţetta eftir. Óska samt nýjum dagskrárstjóra velfarnađar í starfi og vona hún fćri sjónvarp allra landsmanna nćr sínum upprunalega tilgangi.
LÁ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)