SÖMU GÖNG ERU MISLÖNG.

Sameining heilsugćslustöđva úti á landsbyggđinni stendur nú yfir, sparnađur og hagrćđing, fćkkun yfirstjórna og betri nýting starfsfólks.  Samvinna skal höfđ í fyrirrúmi og allar breytingar vel kynntar.  Augnmiđiđ auđvitađ styrkari ţjónustueining fyrir íbúana.  Á sínum tíma upplifđi ég sameiningu lítils sjávarţorps viđ stćrri byggđakjarna.  Nú, tíu árum síđar, er nánast allt ţađan fariđ nema söluskálinn.   Ţađ sem gerist í raun er ţetta:  Ást á samfélagi kemur innan frá.  Hún kemur frá ţví fólki sem daglega dafnar í sínum firđi, sínu ţorpi og međ sínu fólki.  Auđvitađ er samgangur á milli svćđa en út frá nćturstađnum er  fjallahringurinn markađur.   Og ţegar sameina á tvo fjallahringi eru göng til alls fyrst svo hćgt sé ađ komast á milli.  Ţví miđur er tihneigingin sú ađ önnur áttin verđur flestum styttri.  Fagurgalinn um heilsugćsluna í  mínum fjallahring er orđinn ađ hrćgammi.   Samráđiđ sem átti ađ vera reyndist einhliđa tilkynning, virđingin sem átti ađ vera reyndist virđingarleysi og öruggiđ sem átti ađ vera upplausnin ein.   Niđurstađan sú ađ kasta skal áralangri reynslu út fyrir óvissu.   Fyrir ţá sem fara tekur eitthvađ annađ viđ en fyrir fjallahringinn og fólkiđ sem ţar býr ţýđir ţetta enn eina ađförina ađ stođum samfélagsins og sjálfstćđi.   Sameining heilsugćslustöđva hér í norđvestrinu er orđin ađ skrímsli og ţeim sem ađ henni standa til háborinnar skammar.

LÁ       


USS, PUSS OG PELAMÓ!

Háreysti og pústur skóku dómsal í dag, samankomnir mótmćlendur hrunsins.  Ţetta fólk sem andćfđi í ţingsölum á sínum tíma á yfir höfđi sér sakfellingu og jafnvel fangelsisdóm.   Ţetta fók sem andćfđi sjálftöku og samgangi stjórnmálamanna viđ einstaklinga sem stríđa nú viđ ákćrur um stórfelld svik og  landráđ.   Liggur ekki á borđinu ađ ţetta fólk hafđi rétt fyrir sér en stjórnmálamennirnir rangt?   Mótmćlendurnir eru í líkri stöđu og andspyrnumenn stríđsins, tóku afstöđu og höfđu kjark til ađ framfylgja henni.   Og á svo ađ dćma ţennan hóp eftir stríđ fyrir uppreisn gegn valdstjórn sem var á villigötum?   Mikiđ á ţessi ţjóđ bágt, hún hampar enn úr sér gengnu drasli á alţingi en fćrir ţá sem ţorđu ađ andćfa óréttlćtinu til dóms.   Uss, puss og pelamó!


ŢEIR BARA TÓKU OG TÓKU.

Eftir aragrúa af lögreglumyndum í bíóhúsum og sjónvarpi er sá veruleiki loks ađ festa sig í sessi á Íslandi.  Spennandi fréttir af handtökum og eftirlýsingum eru mun skemmtilegri en fjármála- og skuldafréttir endalaust.   Hratt flćđir undan útrásarvíkingunum og eflaust vilja fleiri ţjóđir en viđ ná af ţeim tali.  Skondiđ ađ allir ţessir dáđadrengir sem fyrir eigi svo löngu töldust efsta lag samfélagsins eru nú ótýndir glćpamenn, flóttamenn og tugthúslimir.   Á stuttum valdatíma ómćldrar peningahyggju voru dauđasyndirnar sjö eins og glyrnur í augum ţjóđarsálarinnar og ţeir sem ţetta innleiddu nú týndir upp hver af öđrum.  Ekki vegna ţess ađ ţeir séu einir um meiniđ, löngunina.   Skepnan er breysk og í henni strengir, ósannir sem sannir.   Flestum tekst ţó ađ halda ákveđnu jafnvćgi sem gefendur og ţiggjendur.   En missi ţessir tveir pólar sjónar hvor af öđrum er vođinn vís.  Alveg eins og Drottinn sem gaf og tók ţá tóku ţessir menn eingöngu og tóku uns ţeir gleymdu ađ gefa.   Og ţví er ţeim vísađ í tugthús ţannig ađ ţeir skynji og kannski hugsanlega líka lćri ađ ţessi hegđan er ekki í samrćmi viđ almenna siđferđisstađla, hvorki jarđnezka né himnezka.


ŢEGAR AUKAATRIĐI VERĐA AĐ AĐALATRIĐUM.

Alltaf kemur betur og betur í ljós smáborgaraháttur íslenzkra stjórnmála.  Nú skal loks sníđa ráđherraembćttin ađ 300 ţúsund manna ţjóđ, hagrćđa og spara en ţá vill auđvitađ enginn missa sinn stól.    Nćrtćkasti kosturinn ađ mati vinstri grćnna er ađ fórna utanţingsráđherrunum svo hinir geti haldiđ sínu.   Afhverju skjóta íslenzkir stjórnmálamenn sig aftur og aftur í sama fótinn, hví rísa ţeir svona lágt? 


SETJUM PRUMPULAGIĐ Í GANG!

Annađhvort er Jón Bjarnason fífl eđa snillingur.   Yndisleg framsögn, fas og framkoma ţegar hann var spurđur um fćkkun ráđuneyta varpa á hann ljóma og mađur spyr sig hvort nafni hans Gnarr hafi ţessi áhrif.  Ráđherraskipti hafa reyndar oft vafist fyrir ríkisstjórnum og skal ţví engan undra ađ fćkkun stólanna ćri óstöđuga.   En búast má viđ ađ Jóni verđi frá vísađ í nótt.  Ég mun sakna hans ţví hann stóđ á sannfćringu sinni gagnvart evrópusambandinu, hann hefur náđ ađ stríđa útgerđarađlinum og er skemmtinn í mörgu.  Allt ţetta mun vinna gegn honum verđi stólum fćkkađ.  Ţví annski verđur aftökunni frestađ.   Tregđulögmáliđ er sterkt í heimi stjórnmálanna og ţegar kemur ađ setu í ráđherraembćttum rćđur íhaldsemin ríkjum og skipta vörumerkin ţá litlu máli.  Best vćri ađ bregđa á leik eins og í barnaafmćlum, taka frá stól og setja Prumpulagiđ í gang.  Og sá sem stendur eftir ţegar slökkt er á Doktornum, hann missir hýruna.  Einfalt, sanngjarnt og umfram allt:  Skemmtilegt.


SÉRSTAĐA EĐA SAMSTAĐA?

Skuldasúpa Íslendinga virđist vera ađ falla í skuggann fyrir skuldahafsjóm annarra landa, mestmegnis í suđur-evrópu.  Hinnar dáđu evru bíđur langvinn glíma og óvíst ađ gjaldmiđillinn lifi af.  Efast ég stórlega um ađ ţjóđverjar nenni ađ standa einir undir evrópusambandinu og ţar á bć hljóta menn ađ horfa til gamla marksins.   Óeining mun gjósa upp í evrópusambandinu ţegar kemur ađ kökuskiptum skulda og breiđu bökin hafna ţátttöku.  Framtíđ ţessa ríkjabandalags er ţví óljós og sú stefna ađ samstađa skuli ofar sérstöđu hlýtur ađ verđa endurskođuđ.  Saman tekiđ eru ţví miklar líkur á ađ stefna ríkisstjórnarsamfylkingar og vinstri grćnna í evrópu- og gjaldmiđilsmálum sé kolröng og háu ljósin ekki viđhöfđ ţegar ákvarđanir voru teknar til framtíđar.


KÍMNIGÁFA ER SÍZT VERRI EN ÖNNUR.

Besti flokkurinn birtir nú lista sinn og sýnist sitt hverjum.  Margir átelja frambođiđ sem marklaust grín og ađrir segja frambjóđendur mestmegnis fífl og skemmtikrafta sem skorti reynslu.  En hvađa reynslu?  Varla á fólk viđ reynsluna af atvinnustjórnmálamönnum, finnst mér ţađ hćpiđ.  Á alţingi voru tugir ára samankomnir í menntun ef ekki hundruđ.  Lítiđ skilađi ţađ bókvit ţjóđinni.  Og útungunarofnar flokkanna skila litlu nema fúleggjum og stropi.  Ţví er ljóst ađ íslenzk stjórnmál standa á krossgötum og viđ ţurfum nýtt blóđ ótengt fúaspýtu fjórflokksins.  Hvort Jón Gnarr og hans liđ sé máliđ skal ósagt en ég minni ţó á ađ flest ţetta fólk hefur sannađ sig á einkamarkađi.  Ţađ hefur búiđ til peninga međ gleđi sinni og gríni, músik, leik og galgopahćtti međan atvinnustjórnmálamenn sjúga blómann allt frá klaki.  Vanmetum ţví ekki kímnigáfuna, hún gćti veriđ flotiđ ţar sem sigldi hitt í strand.   

LÁ 


FYRSTI HANDTÖKUDAGURINN.

Margir hafa beđiđ eftir ţessum degi, fyrsta handtökudeginum.  Allt í einu situr útrásarvíkingur í fangelsi, steininum, grjótinu, dýflissu, einangrun.   Aleinn í fleti, getur ekki einu sinni kveđiđ drundrímur nema viđ sjálfan sig.  Vatn og brauđ, mús, kannski klósett.   Enginn einkaţota, ţrúga né reiknivél.  Allt fariđ, meira ađ segja fuji.  Ţetta er dásamlegt,  yndislegt, algjört ćđi.  Ţví má gera ráđ fyrir mörgum íslendingum svífa yfir vötnum í nótt.  Fréttamyndin af hinum ódćmda og loksins ótýnda glćpamanni ganga í fylgd lögreglumanna velgdi síđan svo um munađi og hefndarhugurinn rifjađi í skyndingu upp alla hina sem bíđa sveittir í röđinni.  Öll ţessi nöfn sem komu landinu á hausinn, allar ţessar helvítis grúppur og fríkirkjuvegir.  Ráđherraábyrgđ, landsdómur, ég held ađ sumariđ verđi gefandi, gróandi samfélagsins er loksins byrjađur og atburđir dagsins á viđ allan kartöflugarđinn heima.   Ég spái ţví ađ innan tíđar verđi vinsćlasta starfiđ á Íslandi fangavarzla.  Ţađ getur bara ekki annađ veriđ...


Í FJÁRHAGSLEGRI GJÖRGĆSLU.

Tvö bćjarfélög á landinu eru í svokallađri gjörgćslu.  Álftanes er annađ og hinu bý ég í.  Mitt bćjarfélag liggur ađ sjó og á hverjum degi koma bátarnir međ fullfermi og skófla milljónum upp á land.  Sem reyndar er mjög gott mál.  En hvers vegna er bćjarfélag sem liggur nánast ofan á svona gullnámu í fjárhagsvanda?  Hvar fórum viđ út af sporinu og hvernig komumst viđ inn á ţađ aftur?  Ţetta hlýtur ađ vera brýnasta mál komandi sveitastjórnarkosninga, ađ sameinast í ţví ađ vernda okkar litlu en skemmtilegu samfélög og tryggja ţeim hlutdeild í eigin arfleifđ gegnum aldirnar.

LÁ 


GENGILBEINUR RÚNAR TRAUSTI.

Í Kastljósi kvöldsins sat Guđlaugur Ţór Ţórđarson fyrir svörum.   Í miklu spurningaflóđi vatt hann sér fimlega undan hrákaslettum spyrjandans og hefđi jafnvel komist upp međ einhverskonar Silkileyjarvörn ef ekki hefđi til komiđ blessađur laxinn.  Á ţann öngul beit Guđlaugur eins og reyndar fleiri samverkamenn hans.  Og ţó Guđlaugur segđi ţađ víđs fjarri ađ tengsl sín viđ viđskiptalífiđ hefđi áhrif á gjörđir hans sem stjórnmálamanns tók nef hans vaxtarkipp ţegar hann hélt ţví  blákalt fram ađ félagsskapurinn í laxveiđiferđinni vćri tilviljun.  Margir ţingmenn í sömu sporum og Guđlaugur munu heltast úr lestinni og takist almenningi ekki ađ bćgja ţeim frá mun viđskiptalífiđ gera ţađ.  Gengilbeinur rúnar trausti ganga ekki langt, hvorki fyrir ţjóđir né viđskiptalíf. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband