30.4.2011 | 19:25
FÉ Á FÆTI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2011 | 01:46
KÓNGAFÁR.
Dæmalaust fár gengur nú yfir heimsbyggðina vegna brúðkaups kóngafólks í Bretlandi. London er að fyllast og sjónvarpsútsending verður í nótt vegna þessa atburðar. Fólk getur vart vatni haldið vegna spennu og óvissa um fatnað prinsessunnar að æra suma. Einhverjir íslendingar virðast haldnir þessari konunglegu þrá sem hugsanlega má rekja til sambandsins við dani í denn. Kannski þurfum við á svona uppákomum að halda í hverdagsamstrinu en sjálfur mun ég hvíla á mínu græna og óska brúðhjónunum velfarnaðar í svefni. Og þó, Óla var ekki einu sinni boðið...
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2011 | 01:53
HRUNFLOKKAR ÚTI Í MÓA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
27.4.2011 | 00:04
ÆVIRÁÐNING DÓMARA.
Nú eru hafnar skóflustungur í stjórnlagráði og allir kimar stjórnarskrárinnar plægðir. Minn hópur viðraði í dag dómsmál og skipan þeirra. Kom upp ásteitingarsteinn varðandi æviráðningu dómara eða ekki. Gaman væri að vita álit bloggfíkla og annarra um þetta efni: Eiga dómarar að vera æviráðnir eða ekki? Rök mega gjarnan fylgja.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
19.4.2011 | 01:20
RÍKISTJÓRNIN ÞARF LIÐSSTYRK.
Ætli ríkisstjórnin sér að keyra í gegn nýtt fiskveiðistjórnunarfrumvarp þarf hún liðsstyrk. Framsókn vill engar breytingar og því ekkert þangað að sækja. Sjálfstæðisflokkur er fjölmennasta útgerðarfélag LÍÚ og draumur fjósamannsins að menn hreyfi einhverju þar á bæ. Hreyfingin er eini valkosturinn og ekki eftir neinu að bíða. Þeirra lið gæti gert gæfumuninn, ríkisstjórnin getur ekki keyrt kvótafrumvarp í gegnum þingið eins og mannvali þingflokkanna nú er háttað. Hinsvegar getur hún reitt sig á þjóðina, meginhluti hennar vill breytingar.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.4.2011 | 01:30
ÖMMULAG ALA MCARTNEY.
Júróvisíónspámenn komu saman í sjónvarpssal í kvöld. Með kveinandi smábarn í fanginu rorraði ég á rúmbríkinni og fylgdist með okkar framlagi. Ekki voru spekúlantarnir sannfærðir um ágæti lagsins en yrði forsagan sögð myndi kannski kvikna á sumum. Lagið var flokkað sem ömmulag ala Mcartney og farið í grafgötur. En þó efasemdir séfræðinganna væru augljósar sofnaði sú litla yfir ljúfum tónunum. Á mínum bæ ríkir tröllatrú á þessu lagi með forsögu og án.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2011 | 01:20
KVÓTANN Í ÞJÓÐARATKVÆÐI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.4.2011 | 00:41
SUMARHÚSAÞJÓÐ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.4.2011 | 02:20
FOLINN FARINN.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.4.2011 | 02:28
ÓLI GÓÐUR.
Framganga forsetans hefur farið misjafnlega í fólk. Í dag birtist hann okkur á Bessastöðum og taldi kjark í þjóðina. Okkur bæri að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og framundan væri kynning á málstað okkur utanlands. Ólafur átaldi forsvarsmenn atvinnulífsins fyrir svartsýnishjal og sagði tækifærin okkar megin. Sjálfur er ég mjög sáttur við forseta sem lætur til sín taka samkvæmt lögboðnum rétti og færir þjóðinni langþráða aðkomu að landsmálum. Sömuleiðis er hann sýnilegur og talar hlutina upp eins og leiðtoga sæmir. Og manni finnst ankannalegt þegar fólk sakar Ólaf Ragnar um að hafa brugðist í icesavemálinu. Án hans atbeina væri málið í farvegi andstætt þjóðarvilja og slíkt kann sjaldnast góðri lukku að stýra. Honum er að þakka að hvernig sem þetta icesavemál fer þá verður það samkvæmt vilja meirihlutans. Til upprifjunar er þetta einmitt hornsteinn lýðræðisins.
LÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)